60 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Áhorfsefni Til er fjöldi áhugaverðra heimildamynda til að nota í kennslu um kynbundið ofbeldi og nauðgunarmenningu. Til dæmis: ● Mannasiðir – Verkefni eftir áhorf ● The Bystander moment – Verkefni eftir áhorf, og annað verkefni um nauðgunarpíramídann sem fjallað er um í myndinni ● Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Raunar er vel hægt að nota ýmsar kvikmyndir og sjónvarpsþætti framleidda sem afþreyingarefni í fræðslu um ofbeldi, ef efnið gefur góða sýn í upplifun þolenda. Hafið þó alltaf í huga aldur og þroska nemendahópsins, því afþreyingarefni getur verið grafískt og gróft. Til dæmis: ● Þættirnir Maid á Netflix ● Þættirnir Unbelievable á Netflix ● Kvikmyndin The Magdalene Sisters ● Kvikmyndin The Accused ● Þetta greiningarverkefni má nota um hvaða kvikmynd sem er. ● Og hér er annað eins verkefni um auglýsingagreiningu en auglýsingar gefa oft skýra mynd af kynjakerfinu og nauðgunarmenningu samfélagsins. ● Hér er svo langur glærupakki með alls kyns auglýsingum sem kynjafræðikennarar hafa safnað, sem fróðlegt er fyrir nemendur að sjá og ræða áður en þeir leggja sjálfir í að leita áhugaverðra auglýsinga. Athugið að glærupakkinn hleðst niður á tölvuna þín og þú finnur hann í niðurhalinu á tölvunni þinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=