59 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Vika 6 • www.reykjavik/vika6 Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir þessu kynfræðsluverkefni en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Í 6. viku hvers árs er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða nemum upp á fjölbreytta kynfræðslu. Efnið er þó vel nýtanlegt fyrir yngstu nemendur framhaldsskóla. Á heimasíðunni er hægt að nálgast veggspjöld, fræðsluefni og verkefnahugmyndir. Hér eru tvenns kyns einföld verkefni upp úr efninu: ● Vika 6 – 2020 ● Vika 6 – 2021 Kynferðiseinelti Hér Kynferðiseinelti í íslenskri skólamenningu | Skemman er að finna skýrslu um íslenska rannsókn um kynferðiseinelti og druslustimplun í skólum og hér er verkefni í tengslum við skýrsluna: ● Druslustimplun Hér Skolakonnun_GLSEN_FINAL.pdf (rocketcdn.me) eru svo niðurstöður íslenskrar könnunar á líðan hinsegin ungmenna og hér verkefni um efnið: ● Hinsegineinelti Forréttindi og misrétti Líkt og fyrr segir er sorglega lítið til af fræðsluefni um kynbundið ofbeldi gegn jaðarhópum (nema þá helst hinsegin samfélagið). Stígamót hafa þó þýtt og talsett sænskar stuttmyndir um ofbeldi gegn fötluðum konum til að nýta í fræðslu: ● Fyrir fatlað fólk | Stígamót (stigamot.is) ● Forréttindahjólið er verkefni sem þjálfar nemendur í að skoða eigin forréttindi út frá ýmsum samfélagsbreytum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=