57 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Ítarefni Hér er bent á gagnlegt efni um kynbundið ofbeldi til að nýta sér í umræðu með nemendum. Athugið að listinn er langt í frá tæmandi, þetta er aðeins það fræðsluefni sem höfundar handbókarinnar hafa helst nýtt í sinni kennslu. Í tengslum við fræðsluefnið eru nokkrar hugmyndir að nemendaverkefnum. Verkefnin eru merkt þrepi, tímalengd og tengdum hugtökum; en auðvitað getur hver kennari útfært verkefnin eftir eigin höfði og sínum nemendahópi. Fyrir alla fræðslu, umræðu og verkefnavinnu skal gefa nemendum vá-viðvörun og útskýra hvað verður fjallað um í kennslustundinni. Minna skal á örugga kennslustofu – trúnað og virðingu. Vera má að nemendur í hópnum hafi erfiða reynslu af umfjöllunarefninu og treysti sér illa í t.d. hópavinnu. Gott er því að veita nemendum sveigjanleika eftir þörfum (t.d. með heimild til þess að yfirgefa skólastofuna á meðan á áhorfi á átakanlegri kvikmynd stendur, leyfa nemendum að velja sig í hópa eða í versta falli gera verkefnið í einrúmi heima). Fyrir flesta brotaþola er gagnlegt að fá fræðsluna og sjaldan sem þau vilja alls engan þátt taka en það getur veitt mikilvæga öryggistilfinningu að fá viðvörun og vita af sveigjanleika og skilningi hjá kennaranum. Sjúkást ● www.sjukast.is Þessu forvarnaverkefni Stígamóta er ætlað að fræða ungmenni um ástarsambönd, kynlíf og ofbeldi. Á heimasíðunni má finna stutta og skýra texta, myndræna uppsetningu (róf sem sýna muninn á heilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum og kynlífi), gagnvirka fræðslu í formi sjálfsprófa og netspjalls og áhugaverð stutt myndbönd um t.d. kynferðislegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, stafrænt ofbeldi, mörk og samþykki, klám og samskipti. Á síðunni eru sérstakar upplýsingar um hinsegin sambönd. Netsíðan er því fjársjóðskista fyrir fræðslu og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi. Á hverju ári útbúa Stígamót nýjan glærupakka og senda á starfsfólk félagsmiðstöðva en kennurum er líka velkomið að nýta glærurnar – hafið samband við Stígamót til að fá þær sendar. Hér má sjá verkefnahugmyndir upp úr heimasíðunni: ● Sjúkást átakið ● Sjúkást – sambandsrófið ● Sjúkást – kynlíf
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=