Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

50 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Kynferðisleg áreitni Kynferðisleg áreitni er hvers kyns ósamþykkt kynferðisleg hegðun; ýmist orðbundin, líkamleg eða táknræn. Kynferðiseinelti gagnvart líkamlegum kyneinkennum er áberandi í skólum á kynþroskaskeiðinu. Einkenni kynþroskans verða þá á einhvern hátt á milli tannanna á kennurum og/eða nemendum og eiga stelpur sérstaklega undir högg að sækja. Sem dæmi má nefna óvelkomnar snertingar, skoðanir og athugasemdir um líkama þeirra, þrýsting um að sýna líkamshluta, klámtal, klámáhorf og annars konar menning í hópnum sem ýtir undir hlutgervingu stúlknanna. T.d. ítrekaðar athugasemdir um stór eða lítil brjóst og hvort þau séu sýnileg eða falin. Áreitni af þessu tagi smættar manneskjuna niður í líkamann og brýtur á friðhelgi hennar og kynfrelsi. Klám ógnar kynheilbrigði unglinga og á vafalítið sinn þátt í kynferðisofbeldi meðal þeirra. Starfsfólk í umhverfi barna og unglinga sér margt áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra, ekki síst þegar kemur að kynferðislegri áreitni í snertingu og tali.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=