Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

46 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Stafrænt kynferðisofbeldi Mörk og samþykki eiga við í öllum samskiptum og ekki er síður mikilvægt að fjalla um þau stafrænu við ungmenni. Samskiptamiðlar og snjallsímar eru stór hluti af lífi og samskiptum flestra en enn þá flækist fyrir mörgum að samskiptareglur á netinu eru þær sömu og í raunheimum. Ofbeldi og áreitni í gegnum samskiptamiðla, eða á annan rafrænan hátt, hefur farið hratt vaxandi samhliða tækniþróun og auknu aðgengi að neti og myndavélum. Ofbeldi af þessu tagi er alls ekki nýtt af nálinni en hefur verið til frá því fyrstu myndavélarnar komu á markað. Umfang þess og eðli hefur þó breyst og aukist mjög með tilkomu internetsins og benda nýjar alþjóðlegar tölur til þess að yfir 70% allra kvenna hafi orðið fyrir stafrænu ofbeldi. Dæmi um stafrænt kynferðisofbeldi eru: ● Að dreifa kynferðislegum myndum án leyfis manneskjunnar sem um ræðir. ● Að hóta að dreifa slíkum myndum og nota þá ógn sem kúgunartæki. ● Að senda kynferðislegar myndir til einhvers sem hefur ekki samþykkt það. ● Að krefja aðra manneskju með einhverjum hætti um að senda kynferðislega mynd. ● Athugið að þótt myndsendingar séu algengastar á þetta ofbeldi jafnt við um t.d. myndbönd, hljóðskjöl og skrifaðan texta. ● Og margt fleira! Stafrænar leiðir til kynbundins ofbeldis eru fjölmargar. Stafrænt kynferðisofbeldi er kynbundið þar sem meirihluti þolenda er kvenkyns og gerenda karlkyns en íslensk rannsókn sýndi að 99% stafræns kynferðisofbeldis beindist gegn konum og stúlkum. Líkt og með annað kynbundið ofbeldi aukast líkurnar ef viðkomandi er t.d. fötluð, hinsegin eða dökk á hörund. Iðulega eru brotaþolar stúlkur undir lögaldri, jafnvel kornungar. Strax í 8. bekk hefur nær helmingur íslenskra stúlkna verið beðinn um að senda af sér nektarmynd, hlutfallið fer svo yfir 70% þegar 17-18 ára stúlkur eru spurðar. Verra er að fjórðungur 15-17 ára stúlkna á Íslandi hefur með einhverjum hætti verið þvingaður til að senda slíkar myndir, t.d. með hótunum. Ekki eru til tölur um hinar algengu óumbeðnu „typpamyndir“ sem algengast er að fullorðnir karlmenn sendi ókunnugum ungum stelpum. Þá er ótalinn hinn mikli fjöldi viðkvæmra mynda sem fer í leyfisleysi á flakk, sem er afar gróft brot og líklega alvarlegasta birtingarmynd slíks ofbeldis. Engu máli skiptir hvernig myndin kom til manns í upp-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=