Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

43 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Kynferðisofbeldi Afleiðingar kynbundins ofbeldis Afleiðingar sem margir brotaþolar lifa með í kjölfar kynbundins ofbeldis eru alvarlegar, skaðlegar og langvarandi. Afleiðingar kynferðisofbeldis hafa oft víðtækari áhrif á líf brotaþola en þau gera sér grein fyrir og geta haft mikil áhrif á sjálfsmynd, tengsl við aðra og virkni í daglegu lífi. Þolendur eru gjarnir á að einangra sig; takmarka samskipti við vini og fjölskyldu, eiga erfitt með sambönd og kynlíf og flosna upp úr námi, vinnu og áhugamálum. Algengustu afleiðingarnar eru skömm og sektarkennd; sú tilfinning að vera óhrein og einskis virði og bera sjálf ábyrgðina á því sem henti þau. Lífshættulegustu afleiðingarnar eru t.d. misnotkun vímugjafa, átraskanir og önnur sjálfskaðandi hegðun. 20-30% fólksins sem leitar til Stígamóta hefur gert tilraun til sjálfsvígs og af þeim sem urðu fyrir kynferðisbroti fyrir 18 ára aldur berjast 50% við sjálfsvígshugsanir. Munum að þessar tölur eiga eingöngu við þau sem lifðu nógu lengi til að leita til Stígamóta. Ljóst er því mikilvægi þess að starfsfólk skóla þekki þessar afleiðingar og hvernig hegðun nemanda getur breyst í kjölfar ofbeldis. Þegar litið er til þess hve fáir ungir brotaþolar opna sig við skólann sinn (eða nokkurn), ætti hverjum skólastarfsmanni að vera bæði ljúft og skylt að hafa augun hjá sér þegar nemandi mætir illa, lokar á félagstengsl, lækkar í einkunnum, eða sýnir aðra áhyggjuvaldandi hegðun. Hér getur skóli gripið inn í og aðstoðað ungan brotaþola í átt að betri líðan. Ofbeldi í nánum samböndum Ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref í rómantískum samskiptum tengja oft illa við hugtakið heimilisofbeldi enda eru þau sjaldnast í sambúð en ofbeldi í nánum samböndum unglinga er til staðar í sama mæli, ef ekki meira, og hjá fullorðnum. Sambúð er alls ekki skilyrði fyrir slíku ofbeldi og notum við því hugtakið ofbeldi í nánum samböndum. Andlegt ofbeldi í sambandi er oft óljósara en líkamlegt en er ekki síður alvarlegt og þróast iðulega út í annað ofbeldi. Í samböndum þar sem um líkamlegt og/ eða andlegt ofbeldi er að ræða, er nánast alltaf kynferðislegt ofbeldi fyrir hendi líka. Kynferðisofbeldi er þess eðlis að eiga sér oft stað innan ástarsambanda. Gjarnan beitir gerandinn þrýstingi til að knýja fram „samþykki“ brotaþola fyrir kynlífi – s.s. með hótun um að slíta annars sambandinu, leita á önnur mið eða deila viðkvæmum myndum eða öðrum persónulegum upplýsingum. Eða með því suða um kynlíf þar til brotaþolandi gefst upp og lætur undan til að fá frið, saka brotaþolandann um að elska ekki viðkomandi nema kynlífið eigi sér stað eða uppnefna makann kynkaldan og leiðinlegan. Líkt og áður kom fram er þrýstingur um að leika eftir grófar athafnir úr klámi orðinn stór partur af því kynferðisofbeldi sem ungmenni beita. Oft getur verið erfitt fyrir brotaþola að átta sig á að ofbeldi sé, eða hafi verið, hluti af ástarsambandinu. Taugakerfið er ekki forritað þannig að það þurfi sífellt að meta hvort hætta sé innan náinna tengsla – þar búumst við einmitt við hvíld og stuðningi. Vel þekkt mynstur innan ofbeldissambanda er að brotaþolinn upplifir sig ábyrgan fyrir hegðun gerandans, felur ofbeldið fyrir öðrum, efast um eigin upplifun, óttast hefnd gerandans ef sagt er frá eða sambandinu slitið, eða hangir sífellt í voninni um að hegðunin breytist. Þessi mynstur sjást skýrt í samböndum kornungra unglinga, þar sem brotaþoli upplifir sig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=