Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

42 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Gerendameðvirkni Að afneita tilvist gerenda í hinum algengu kynferðisbrotamálum er dæmi um gerendameðvirkni en þá er átt við þá ríku tilhneigingu samfélagsins til að réttlæta, afsaka og draga úr því ofbeldi sem einhver hefur beitt. Gerendameðvirknin kemur til vegna skrímslavæðingarinnar, við getum illa samþykkt að einhver sem við þekkjum, jafnvel aðeins af góðu, sé ,,skrímsli“. En kynferðisofbeldi er gríðarlega algengt í heiminum og þá gefur að skilja að gerendur hljóta að vera stór hópur alls konar manna. Hetjudýrkun er þegar einstaklingum sem hafa náð langt í sínu fagi er haldið upp á stalli og gert lítið úr neikvæðri hegðun þeirra, jafnvel haldið hlífðarskyldi yfir eða hegðunin þögguð. Að undanförnu höfum við mýmörg dæmi þess að þekktir einstaklingar eru ásakaðir um að hafa beitt aðra manneskju ofbeldi en vegna stöðu sinnar fá þeir meiri samúð, fólk stendur með þeim, og afsakar eða afneitar tiltekinni hegðun. Höfum í huga að munur er á iðrun og afsökun. Í því að taka ábyrgð á að hafa brotið á annarri manneskju felst heilt bataferli og mikil sjálfsskoðun, ekki aðeins að segja: „Afsakið, ef ég fór yfir mörk“. Andstæðan við gerendameðvirkni þarf ekki að vera útilokun á geranda sem okkur þykir vænt um. Sannarlega er hægt að fordæma hegðun án þess að fordæma manneskju. Hjálpum frekar viðkomandi að taka ábyrgð, viðurkenna gjörðir sínar og læra betri leiðir. Sér í lagi þá fjölmörgu sem enn eru ungir. Upplifun tveggja aðila af kynferðisofbeldi getur verið gjörólík en þrátt fyrir að gerandi hafi alls ekki alltaf einbeittan brotavilja, situr ávallt eftir brotaþoli með afleiðingar. Að meðhöndla atvikið út frá upplifun brotaþola felur ekki í sér afstöðu um ásetning eða persónu gerandans, heldur er grundvallar virðing fyrir brotaþola og fyrir mennsku gerandans. Brotamaðurinn þarf að vita að ofbeldið þarf ekki að skilgreina hver hann er, hann er ekki bara ofbeldið sem hann hefur beitt. Það er hægt að breytast og hann hefur valkosti. Ofbeldi er lærð hegðun og er ekki nauðsynleg hegðun. Slíkur stuðningur er það sem helst gagnast gerenda – ekki síður en brotaþola og samfélaginu öllu. Gerendameðvirkni „En hann er svo næs gaur“ Að afneita tilvist gerenda í kynferðisbrotamálum er dæmi um gerendameðvirkni en þá er átt við þá ríku tilhneigingu samfélagsins til að réttlæta, afsaka og draga úr því ofbeldi sem einhver hefur beitt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=