28 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Hvað er klám? Engin einhlít skilgreining er til á klámi og fólk leggur mismunandi skilning í hugtakið. „I know it when I see it“ eru fræg orð bandarísks dómara um hvernig hann skilgreindi klám. Þar sem engin ein ákveðin skilgreining er til á klámi snýst umræðan mikið um persónulegt mat hvers og eins – sem flækir samtalið. Í kynjafræði er algengt að ganga út frá skilgreiningu Diönu Russell sem gerir greinarmun á erótík og klámi. Hún skilgreinir klám sem kynferðislegar athafnir og berskjöldun á kynfærum fólks, þar sem misnotkun og niðurlæging á sér stað þannig að hvatt sé til hennar eða hún látin óátalin. Erótík sé hins vegar kynferðislega örvandi efni þar sem ekki er gert út á fordóma eða misnotkun, virðing borin fyrir öllu fólki og dýrum og hið kynferðislega efni byggt á samþykki og jafnræði þeirra sem eiga í hlut. Þvert á það sem margt fólk heldur er slíkt erótískt efni algjör undantekning og alls ekki það sem krakkarnir neyta. Að búa til vandað samþykkismiðað örvandi efni kostar tíma og peninga, og því erfitt og dýrt að nálgast það sem neytandi. Meginstraumsklámið, sem er aðeins einum smelli á snjallsíma frá hverju barni, er allt annars eðlis. Klám sýnir sjaldan samræður um mörk og samþykki, sem eru algjör lykilatriði og það sem aðgreinir kynlíf frá kynferðisofbeldi. Enn síður sýnir klám forleik, nánd og væntumþykju, sem alla jafna tengist raunverulegu kynlífi. Mun fremur fléttar klámið kynlífsathafnir saman við valdníðslu og niðurlægingu og gerir mörkin á milli kynlífs og ofbeldis ógreinilegri. fræðsla Klámfræðsla er mjög mikilvæg forvörn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og óheilbrigðum samskiptum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=