Kynbundið ofbeldi og skólakerfið - kennarahandbók

19 | Framhaldsskólinn 2890 | Menntamálastofnun 2023 | Samfélagið, kyn og kynlíf Erfitt væri að fjalla um kynferðisofbeldi án þess að kynna grunnhugtök kynjafræðanna, enda er kyn lykilbreyta í kynbundnu ofbeldi. Yfirgnæfandi meirihluti gerenda kynferðisofbeldis eru karlar og flestir brotaþolar konur. Þetta er ekki tilviljun, né sönnun á illsku karlkynsins, heldur á sér skýringar í valdamisvægi kynjanna og ríkjandi samfélagsviðhorfum. Kynferðisofbeldi verður ekki til í tómarúmi og þarf að skoða í stóra samhenginu; menningu og samfélagi. Ljóst er þó að karlmenn verða einnig fyrir slíku ofbeldi og konur færar um að beita því, þótt karlkyns brotaþolar verði oftast líka fyrir ofbeldi af höndum karla. Auðvitað eru öll ofbeldisbrot alvarleg, skaðleg og ólíðandi – hvort sem þau fylgja hefðbundnu mynstri þegar kemur að kyni eða ekki. Eins er mikilvægt að muna að þótt meirihluti þeirra sem nauðga séu karlar, er það aðeins minnihluti allra karlmanna sem nauðga. Nauðgunarmenning samfélagsins er þó raunverulegt vandamál sem mun fleiri viðhalda en einungis kynferðisbrotamenn og verður fjallað um aftar í handbókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=