takkar
Stafaplánetur er gagnvirkur vefur, ætlaður þeim sem eru að byrja að læra stafina. Vefurinn kynnir heiti og hljóð bókstafanna. Velja má um þrjá leiki.

Velja staf: Í þessum leik eru bókstafirnir kynntir. Barnið velur sjálft staf sem það langar til að vita hvað heitir og segir. Barnið getur haldið áfram að velja staf eins oft og það vill, sama stafinn eða nýja stafi. Oft byrja börn á að velja sinn eigin staf, staf pabba og mömmu o.s.frv. Barnið fær að vita hvað stafurinn heitir, hvað hann segir og hvernig hann birtist í algengu orði.

Finna staf: Í þessum leik reynir á að barnið þekki stafinn og geti greint hann frá öðrum stöfum, því nú á það að velja staf eftir fyrirmælum. Ef barnið velur rétt breytir stafurinn um lit á stafaborðinu. Haldið er áfram þangað til allir stafirnir hafa fengið nýjan lit.

Spora staf: Markmið þess leiks er að barnið átti sig á hvernig dregið er til stafsins. Barnið velur staf á stafaborðanum neðst sem birtist á plánetunni. Síðan er farið ofan í línurnar með músinni eða fingrinum í samræmi við örvarnar sem birtast. Efst til hægri má velja hvort skrifa á stóra eða litla stafinn. Þetta má gera áður en stafur er valinn í borðanum eða á eftir. Ef ekki er valið birtist stóri stafurinn.


Lestur: Sólveig Guðmundsdóttir.
Hugmyndavinna: Sylvía Guðmundsdóttir.
Grafísk hönnun og útlit: Kári Gunnarsson.
Smáteikningar: Björn Þór Björnsson.
Forritun: Ólafur Ómarsson, Höskuldur Borgþórsson.
Hljóðupptaka: Upptekið ehf.
Ritstjórn: Sylvía Guðmundsdóttir.
Verknúmer: 8915