Þú getur lesið söguna og líka hlustað
á hana um leið og þú lest.


Ýttu hér til að hlusta.

Ýttu hér til að byrja aftur.

Þegar þú ert búin(n) að lesa skaltu leysa verkefnin.

Pússlaðu saman réttum orðum.

Svaraðu spurningu.

Smelltu hér þegar þú ert búin(n).

Vinir Afríku
Einar og Tinna safna dóti
Á hverjum morgni skoða
Tinna og Einar saman blöðin
á meðan þau borða skyrið sitt.

Þau reyna að finna myndir af dýrum,
helst nýfæddum lömbum
eða talandi páfagaukum.

Í dag er það samt mynd af allt öðru
sem vekur áhuga þeirra.
Hún er af börnum í þorpi í Afríku.
Þar er svo mikil fátækt
að það eru ekki til borð.
eða stólar í skólanum.

- Hvernig getum við hjálpað þeim?
spyr Tinna.

- Við getum haldið flóamarkað
til að safna peningum.
Síðan sendum við þá til Afríku,
svarar Einar.

Þetta líst Tinnu vel á.
Guli kassinn
Einar og Tinna ljúka við skyrið.
Svo fara þau að safna dóti
til að selja á flóamarkaðnum.

Þau spyrja pabba og mömmu
um gamla hluti
sem þau megi missa.

- Já, farið niður í geymslu.
Þar er gulur kassi með dóti
sem þið megið taka,
segir pabbi.
- Þetta er bara dót sem á að henda,
segir mamma.

Tinna og Einar róta í kassanum
og finna vasa, húfu, dúkku,
bol og bækur.

- Átti að henda þessum hlutum
spyr Tinna hissa.

- Gott að við fundum þá,
bætir Einar við.

Svo stingur hann upp á því
að þau banki hjá Svölu
í kjallaranum.
Allir vilja hjálpa til
Svala býr með stórum ketti.
Hún er fús til að gefa Einari
og Tinnu dót á markaðinn.

- Hér er önd til að hafa í baði
hárkolla og stígvél sem þið megið fá.
Ég er löngu hætt að ganga í þeim,
segir Svala.

Hún verður glöð að heyra
um börnin í Afríku
sem eiga von á gjöf frá Íslandi.
- Ég fór einu sinni til Afríku
þegar ég var ung.
Ég fór í safaríferð og sá ljón.

- Í alvöru? spyr Einar.

Já, og ég sá líka káta apa,
segir Svala og klappar kisu.
Enn meira dót bætist við
Uppi í risi býr Tóti
sem spilar á gítar.
Hann er ekki lengi að finna dót
til að gefa á flóamarkaðinn.
Tóti gefur Einari og Tinnu
sokka, púða og pott.

- Ég fékk allt of marga potta
í jólagjöf, segir Tóti.
- Þegar ég var lítill hélt ég oft tombólur.
Gangi ykkur vel!
- Hefur þú farið til Afríku? spyr Tinna.

Tóti hristir höfuðið.

- Nei, en mig langar til að fara þangað
því tónlistin í Afríku er svo skemmtileg.

Börnin þakka Tóta fyrir.
Nú eiga þau nóg af dóti til að
hefja flóamarkaðinn.
Nú byrjar flómarkaðurinn
Einar og Tinna setja teppi
á stéttina við búðina á horninu.
Þau raða dótinu á það.

Síðan skrifa þau á miða
að hver hlutur kosti 100 krónur.

- Það er best að dótið sé ódýrt
svo að sem flestir kaupi af okkur,
segir Einar.
- Börnin í Afríku
geta líka gert
meira fyrir peningana
en hægt er á Íslandi.

Þar kosta stólar og
borð ekki eins mikið
og við erum vön hér,
segir Tinna.
Stígvélin fá nýtt heimili
Mamma er á leiðinni út í búð
að kaupa fisk og safa.
- Hvernig gengur? spyr hún.

- Margir hafa komið að skoða dótið.
Samt hefur enginn keypt neitt,
svarar Tinna.

Þá rekur mamma augun í stígvélin.
- Þessi get ég notað
þegar ég raka blettinn,
segir hún og mátar stígvélin.

Hún borgar 100 krónur fyrir þau
en gaukar 50 krónum
til viðbótar í söfnunina.

- Kannski þetta dugi fyrir litum
handa börnunum í Afríku, segir hún.
Allir finna fína muni
Litlu síðar skýst Svala fram hjá búðinni
með köttinn sinn í fanginu.
Hún lítur forvitin yfir dótið.

- Nei sko! Seljið þið bækur?
Það er nú gott.
Ég er svo mikill bókaormur.
Ég ætla að kaupa tvær,
segir Svala og heldur kát í burtu.
Tóti er að fara út í búð
að kaupa kex og banana.
Þá sér hann nokkuð
sem hann langar í.

- Þessi bolur er flottur,
segir hann.
- Og hann passar alveg á mig.

Tóti tekur líka hárkolluna!
-Kannski missi ég
hárið bráðum,
segir hann og hlær.
Einmitt það sem pabba vantaði
Í hádeginu kemur pabbi með bollur
og safa handa Einari og Tinnu.

- Þið hljótið að vera orðin svöng,
segir pabbi.

Svo tekur hann eftir potti
sem er nógu stór
til að sjóða í slátur.
- Þetta er það
sem mig vantar,
segir pabbi.

Einar og Tinna horfa
á eftir honum
rogast burt með pottinn.
Hver kaupir húfuna?
Nú er ekkert eftir á markaðinum
nema ein húfa.

Lítil stelpa kemur gangandi.
Svo heppilega vill til
að hana langar í þessa húfu.

- Ég á bara 50 krónur,
segir hún leið.
- Það er allt í lagi,
50 krónur duga, segir Tinna
og setur húfuna á stelpuna.
Einar og Tinna telja peningana
sem þau hafa fengið.
Þau geta ekki annað en verið ánægð.

Svala er líka ánægð.
Hún situr úti í garði
með nefið ofan í bók.
Sólin skín á bolinn
- Ætlið þið að hjálpa mér að raka?
spyr mamma þegar hún sér
Einar og Tinnu.
Áður en þau geta svarað
kemur Tóti í nýja bolnum sínum.

- Ég skal raka, segir hann.

- Þennan bol þekki ég.
Ég keypti hann þegar ég fór til Ítalíu,
segir mamma.

-En gaman!
Mér fannst líka sólin fara að skína
um leið og ég fór í hann,
segir Tóti.
Pabbi stingur höfðinu út um gluggann.
- Ég fór líka á flóamarkaðinn
og keypti þennan fína pott.

- Þetta er potturinn sem amma
gaf mér í jólagjöf, segir Tóti.
Gott að þú getur notað hann.
Pottur verður að stól
- En Tóti, hvað ef amma þín
kemur í heimsókn
og spyr um pottinn?
segir Einar
stríðnislega.
Þessu hafði Tóti ekki velt fyrir sér.
Ekki vill hann að amma viti
að hann hafi gefið pottinn.

- Þú getur sagt henni að
þú hafir breytt pottinum í stól
handa fátækum börnum í Afríku,
segir Tinna.

Og það er auðvitað
alveg rétt!
Peningarnir fara til Afríku
Allir hlutirnir af markaðinum
hafa fengið nýtt heimili
þar sem aftur eru not fyrir þá.

Næsta dag fara Einar og Tinna
í Rauða kross Íslands
með peningana
sem þau fengu fyrir söluna.

Þau biðja um að fátæka þorpið
í Afríku fái peningana.

Nú er þetta þorp ekki jafn fátækt og
áður því á Íslandi á það tvo vini.
x