Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 7 Orðakeppni – Orðaspjöld Nemendum er skipt í tvö lið með jafnmörgum þátttakendum. Tveimur stólum er stillt upp framarlega í stofunni. Liðin fara í raðir fyrir framan stólana. Fyrstu keppendurnir úr hvoru liði setjast í stólinn. Liðin fá bunka af orðaspjöldum með jafnmörgum orðum (t.d. orð sem nemendur hafa lært nýlega). Þau fremstu í hvorri röð fyrir sig fá bunkann og draga spjald sem þau útskýra og leika fyrir keppandann í stólnum án þess að segja orðið. Þegar keppandinn giskar á rétt orð flýtir hann sér aftast í röðina og sá sem útskýrði sest í stólinn. Næsti í röðinni dregur nýtt spjald til að útskýra fyrir nýja keppandanum og svo koll af kolli. Það lið vinnur sem klárar orðin í bunkanum sínum fyrst. Orðaveggur – Orðaspjöld Nýta má orðaspjöldin til að búa til orðaveggi annað hvort með orðaspjöldunum sjálfum eða að leyfa nemendum að útbúa eigin spjöld og þau skrifa þá eftir fyrirmynd orðaspjaldanna. Orðaveggir nýtast vel þegar verið er að kenna þematengdan orðaforða t.d. orð yfir dýr. Þá er t.d. mögulegt að orðin séu flokkuð eftir yfirhugtökum: Húsdýr, gæludýr, sjávardýr, villt dýr, skordýr. Einnig er hægt að vinna orðaveggi út frá t.d. samheitum, andheitum, margræðum orðum eða samsettum orðum. Einnig er hægt að gera orðavegg út frá stöfum með því að gera hugtakakort út frá staf með orðum sem byrja á honum o.fl. Sjá nánar um orðaveggi á Læsisvefnum. Minnisleikur – Mynda- og orðaspjöld Nemendur fá bunka af myndaspjöldum annars vegar og samsvarandi orðaspjöldum hins vegar. Spjöldunum er raðað snyrtilega á borð þannig að myndir og orð snúa niður. Nemendur skiptast á að draga mynd annars vegar (og eiga að nefna orðið) og orð hins vegar. Ef þau draga mynd og orð sem eiga saman eru þau komin með slag og markmiðið er að safna sem flestum slögum. Þegar einhver fær slag má sá eða sú gera aftur. Einnig er hægt að útfæra þennan leik með myndaspjöldum einungis, einkum með nemendum sem ekki eru búin að læra að lesa. Spjöldunum skal alltaf skila til baka á sama stað og þau voru tekin ef ekki næst að fá slag. Þátttakendur reyna að leggja á minnið hvar ákveðnar myndir eða orð eru til að auðveldara sé að finna spilin sem eiga saman. Leikurinn þjálfar vel einbeitingu og minni og er ein besta aðferðin til að festa orðaforða í minni. Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=