Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 6 Að teikna eftir lýsingu – Myndaspjöld Kennari eða nemandi dregur myndaspjald og á að lýsa því sem er á myndinni eins vel og hægt er. Hin í hópnum teikna mynd eftir lýsingunni eins vel og þau geta. Afraksturinn er síðan hengdur upp á vegg, bæði upprunalega myndin og hinar og metið hvaða mynd er líkust þeirri upprunalegu. Teiknum og giskum (e. Pictionary) – Myndaspjöld Nemandi A dregur orð og teiknar mynd af orðinu fyrir nemanda B sem reynir að giska hvert orðið er. Ef B getur upp á réttu orði er skipt um hlutverk. Hægt að útfæra æfinguna sem keppni á milli liða eða sem samvinnu innan hóps. Þá teiknar einn í hópnum og hin giska. Sá sem giskar rétt fær að teikna næst. 2 | ORÐAFORÐAÞJÁLFUN Þjálfun og vinna með orðaforða er mikilvæg á öllum hæfnisviðum tungumálanáms. Á leikskólaaldri þarf að „leggja áherslu á að kenna börnunum orð sem eru í umhverfi þeirra og tilheyra daglegu starfi í leikskólanum en einnig orð sem koma fyrir í bókum. Fylgjast þarf vel með því að þau þrói með sér ríkulegan orðaforða jafnt og þétt, með góðum stuðningi og málörvun.“ (Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla, 2021). Í aðalnámskrá grunnskóla er mikilvægi orðaforðaþjálfunar nefnt á öllum hæfnisviðum og hæfnistigum íslensku sem annars tungumáls. Á forstigi og fyrsta stigi íslenskunámsins læra nemendur grunnorðaforða. Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við orðaforða: Að para saman orð og mynd – Mynda- eða orðaspjöld Hentar byrjendum í íslensku sem öðru máli. Valin eru 15–20 orð og sett saman í bunka og samsvarandi myndir eru settar í annan bunka. Nemendur vinna saman að því að para orð og mynd. Nemendur nýta fyrri þekkingu á tungumálum til að ákveða hvaða orð og myndir eiga saman eða giska á það. Orð dagsins eða vikunnar – Orðaspjöld Hengið upp myndir af „orði dagsins“ eða „orðum vikunnar“ í augnhæð nemenda. Þannig má grípa tækifæri til að tala um orðin þegar þau sýna þeim áhuga og hvetja þau til að nota orðin í daglegu tali. Kennari getur af og til gripið í orðin og beðið nemendur um að mynda setningar með þeim. Veljið orð úr mismunandi orðflokkum t.d. nafnorð (skeið, diskur), sagnorð (borða, drekka) og lýsingarorð (heitt, reiður, hart, svangur, rautt). Markmiðið með þessari aðferð er að nemendur heyri orð í mismunandi samhengi og öðlist skilning á fjölbreyttri notkun þeirra. Sjá dæmi um hvernig þjálfa má orðaforða: Læsisvefurinn – orðaforði og lesskilningur Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=