Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 4 Velja skal að vinna með orð sem þegar er búið að leggja inn og þjálfa áður en nemendur nota spilin á sjálfstæðan hátt. Spilin geta líka nýst sem leið til að leggja inn orðaforða. Í tungumálanámi er stigskiptur stuðningur nauðsynlegur og hlutverk kennara er að byggja upp hæfni nemenda smátt og smátt og tryggja skilning þeirra. Þannig er best að kennari sé ætíð með nemendum í vinnu með mynda- og orðaspjöldin á meðan þau eru enn að byggja upp kunnáttu í orðaforðanum. Smám saman ná nemendur tökum á því að nýta spilin á sjálfstæðan hátt. Endurtekning er einnig mikilvæg í tungumálanámi. Því er mælt með að sömu spilin séu nýtt reglulega. Mynda- og orðaspjöldin samanstanda af 9 þemum sem eru sum sameinuð úr köflum bókarinnar Orð eru ævintýri: LÍKAMINN (Bls. 6) FÖT (Sameinar Föt bls. 8 og Útiföt bls. 10) HEIMILIÐ 1 (Sameinar Heimilið bls. 12 og Eldhús bls. 14) HEIMILIÐ 2 (Sameinar Stofa bls. 16, Herbergi bls. 17, Forstofa bls. 18 og Baðherbergi bls. 19) Í SKÓLANUM (Sameinar Í skólanum bls. 24 og Listasmiðja bls. 26) ATHAFNIR (Sameinar Lærum og leikum bls. 28 og Gerum og græjum bls. 68) ÍÞRÓTTIR OG TÓNLIST (Sameinar Íþróttir bls. 70 og Tónlist bls. 74) DÝR (Sameinar Í sveitinni bls. 46 og Erlend dýr bls. 76) FORM, LITIR, TÖLUR (Bls. 36) 1 | MÁLÖRVUN Málörvun þar sem leikið er með tungumálið og gerðar tilraunir með ýmsa þætti þess er vel til þess fallin að vekja áhuga barna á málinu. Í aðalnámskrá leikskóla (2022) kemur fram að meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla eru að m.a. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku. Enn fremur að í leikskóla eigi að nýta þau tækifæri sem gefast í leik og daglegum samskiptum til að efla íslenska málvitund þar sem börn læra ný orð og hugtök og þróa tungumálið. Þar ber að skapa aðstæður þar sem börn fá tækifæri til að nýta tungumál á fjölbreyttan hátt, upplifanir og orð verði tækifæri til sköpunar og stuðla að því að nám barna fari fram í samvinnu og samstarfi við önnur börn og fullorðna. Í fylgiriti aðalnámskrár grunnskóla Hæfnisvið og hæfniviðmið í íslensku sem öðru tungumáli (2021) segir: „Málvitund nemenda eykst með markvissri og mikilli notkun málsins við margvíslegar aðstæður og í fjölbreyttum viðfangsefnum. Einnig má hvetja nemendur til að skoða og kanna hvernig orðaforði og málfræði fléttast inn í texta og gefur honum líf, lit og lögun.“ Málörvunarverkefni eru til þess fallin að auka málvitund barna og koma til móts við mörg hæfniviðmið á öllum hæfnisviðum. Sjá dæmi hér um gæðamálörvun í daglegu amstri og flokkun á málörvunarefni fyrir leikskóla 1 2 3 4 5 6 7 8 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=