Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 30 Hér má sjá dæmi um hæfniviðmið fyrir íslensku sem geta átt við efnið. Íslenska Talað mál, hlustun og áhorf Við lok 4. bekkjar getur nemandi: • tjáð sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu, • sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri, endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið, • nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi. Lestur og bókmenntir Við lok 4. bekkjar getur nemandi: • beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr, • nýtt góðan orðaforða við að skilja texta og ráðið í merkingu orðs út frá samhengi, • tengt þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess, • beitt hugtökum eins og persónu, söguþræði, umhverfi og boðskap, • lesið úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum. Ritun Við lok 4. bekkjar getur nemandi: • dregið rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega, • nýtt sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis. Málfræði Við lok 4. bekkjar getur nemandi: • gert sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða, • leikið sér með ýmis einkenni tungumálsins, svo sem margræðni orða og fundið kyn og tölu, • búið til málsgreinar og ráðið við að greina málsgreinar í eigin texta, • greint mun á samnöfnum og sérnöfnum og m.a. bent á þau í eigin texta.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=