Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 3 Leiðbeiningar fyrir mynda- og orðaspjöld Hér eru kynntar leiðir til að nýta mynda- og orðaspjöldin sem fylgja bókinni Orð eru ævintýri. Hugmyndirnar að þessum leiðum koma úr ýmsum áttum, m.a. úr hugmyndabönkum sem fylgja bókinni. Flestar leiðirnar henta vel til notkunar í kennslu grunnskólanemenda sem eru á 1. hæfnistigi í íslensku sem öðru tungumáli og sumar 2. hæfnistigi, sérstaklega þeirra sem yngri eru þótt einnig megi aðlaga sumar þeirra að eldri nemendum. Margar þeirra eru einnig heppilegar fyrir börn á leikskólastigi og á forstigi í íslensku sem öðru tungumáli, einkum þær sem reyna ekki mikið á hæfni í ritun eða lestri. Fram kemur í lýsingum á leiðum fyrir hvaða stig og aldur þær henta. Leiðunum er skipt í sjö flokka: 1. Málörvun 2. Orðaforðaþjálfun 3. Hlutverka- og hreyfileikir 4. Ritunarþjálfun 5. Samtalsleikir 6. Flokkunarleikir 7. Málfræðileikir Í inngangi að hverjum flokki fylgir rökstuðningur þar sem vísað er í aðalnámskrár leik- og grunnskóla eða fylgirit þeirra og nefnt hvaða hæfnisvið hægt er að þjálfa í viðkomandi flokki. Að nota myndir, leiki og spil er heppileg aðferð í samskiptamiðaðri tungumálakennslu og á að fléttast á eðlilegan hátt inn í námið. Þannig er best að kennarar velji þemun í takt við þau efnisatriði sem verið er að þjálfa hverju sinni samkvæmt námsáætlun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=