Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 29 2. stig, nemandi: • Getur lesið og skilið texta almenns eðlis með orðaforða sem kemur oft fyrir í námi í skólanum. Tjáning – Talað mál, samskipti og frásögn Forstig, nemandi: • Getur, með stuðningi, tekið þátt í einföldum samræðum er varða hann sjálfan, sé talað hægt og skýrt, endurtekið og umorðað eftir þörfum. • Getur kynnt sig, heilsað, kvatt og þakkað fyrir sig. • Kann grunnorðaforða, orð á 1. þrepi: getur nefnt orð yfir hluti, liti, fólk, daga, tölur og dýr og einfaldar setningar um daglegar athafnir í nánasta umhverfi, í skólanum, frístundinni og heima. • Getur á einfaldan hátt tjáð hvað honum líkar/líkar ekki og sagt frá líðan sinni. 1. stig, nemandi: • Getur, með stuðningi, tekið þátt í einföldum samræðum er varða hann sjálfan, sé talað hægt og skýrt, endurtekið og umorðað eftir þörfum. • Getur kynnt sig, heilsað, kvatt og þakkað fyrir sig. • Kann grunnorðaforða, orð á 1. þrepi: getur nefnt orð yfir hluti, liti, fólk, daga, tölur og dýr og einfaldar setningar um daglegar athafnir í nánasta umhverfi, í skólanum, frístundinni og heima. • Getur á einfaldan hátt tjáð hvað honum líkar/líkar ekki og sagt frá líðan sinni. • Getur með takmörkuðum orðaforða lýst hlut eða mynd með því að hafa undirbúið sig fyrir fram. 2. stig, nemandi: • Getur spurt einfaldra spurninga og nýtt til þess orð og setningar úr námsefninu og átt samskipti við samnemendur um námsefnið. • Getur lýst fólki, stöðum og hlutum á einfaldan hátt. Tjáning – Ritun Forstig, nemandi: • Getur skrifað íslenska stafrófið eftir fyrirmynd. • Þekkir íslenska ritátt. • Getur afritað orð og setningar. • Getur skrifað einföld orð og einfaldar setningar sem hann hefur lært. • Getur teiknað röð mynda og með aðstoð skrifað stök orð eða setningar til að lýsa því sem er að gerast á myndunum (t.d. einföld dagbók). 1. stig, nemandi: • Getur skrifað stök orð og einfaldar setningar um sjálfan sig. • Getur skrifað orð og orðasambönd til að lýsa hversdagslegum hlutum (t.d. lit eða stærð).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=