Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 28 Aðalnámskrá grunnskóla Eins og fram kemur í upphafi henta flestar leiðirnar vel til kennslu grunnskólanemenda sem eru á 1. hæfnistigi í íslensku sem öðru tungumáli og sumar 2. hæfnistigi. Margar þeirra eru einnig heppilegar fyrir börn á leikskólastigi og á forstigi í íslensku sem öðru tungumáli, einkum þær sem reyna ekki mikið á hæfni í ritun eða lestri. Spjöldin geta einnig nýst eldri nemendum með sérþarfir sem þurfa á málörvun að halda. Hér má sjá dæmi um hæfniviðmið fyrir íslensku sem annað tungumál sem geta átt við efnið. Íslenska sem annað tungumál Skilningur – hlustun Forstig, nemandi: • Skilur einfalt daglegt mál sem varðar hann sjálfan ef talað er hægt og skýrt, s.s. einfaldar spurningar og svör. • Skilur mjög einfaldar leiðbeiningar með stuðningi mynda, látbragðs o.fl. • Greinir einstök orð og tölustafi sem kenndir hafa verið í einföldu hljóð- og myndefni. • Skilur grunnorðaforða, orð á 1. þrepi: orð yfir hluti, fólk og dýr, tölustafi og daglegar athafnir í nánasta umhverfi, í skólanum, frístundinni og heima. 1. stig, nemandi: • Skilur einfalt daglegt mál sem varðar hann sjálfan, skólann, fjölskylduna og áhugamál ef talað er hægt og skýrt. • Skilur grunnorðaforða, orð á 1. þrepi: orð yfir hluti, fólk og dýr, tölustafi og daglegar athafnir í nánasta umhverfi, í skólanum, frístundinni og heima 2. stig, nemandi: • Skilur dagleg samtöl og umræður sem tengjast kunnuglegum aðstæðum einkum ef talað er skýrt. • Hefur öðlast grunnskilning á mikilvægum orðaforða námsgreina, þ.e. orðaforða á 2. og 3. þrepi (t.d. í náttúru- og samfélagsgreinum). Skilningur – Lestur Forstig, nemandi: • Tengir íslensk málhljóð við rittákn þeirra. Byrjar að þjálfa sig í umskráningu og nær byrjunarfærni í lesfimi. • Getur lesið og skilið einföld orð og einfaldar lykilsetningar sem honum hafa verið kenndar og eru algengar eða eru studdar myndefni. • Nýtir sér myndir og tákn til að skilja og skýra merkingu orða. • Getur lesið mjög einfalda texta með stuðningi t.d. mynda. 1. stig, nemandi: • Þekkir íslenska stafrófið og íslensku málhljóðin. • Getur lesið og skilið einföld orð og setningar sem hafa verið kenndar. • Nýtir sér myndir og tákn til að skilja og skýra merkingu orða.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=