Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 27 Orðaforði og málfræði – Að telja og lýsa Nýtið mynda- og orðaspjöldin Form, litir og tölur með hvaða spjaldi sem er. Nemendur draga lita-, form- eða töluspjald og finna eins margt og þau geta sem passar við það á stóra spjaldinu. Dæmi 1 – Stóra spjaldið er Almenningsgarður, spjald nr. 32. • Nemandi dregur spjald með tölunni 3 og segir: „Á myndinni eru þrír ungar“. Þetta gefur gott tækifæri til að æfa fleirtölu nafnorða svo og kyn og sambeygingu töluorða og nafnorða. Dæmi 2 – Stóra spjaldið er Forstofa og baðherbergi, spjald nr. 8. • Nemandi dregur spjald með forminu hring og segir: „Spegillinn er hringur“. Einnig mætti benda á pollana á gólfinu sem eru hringir og kenna orðið „vatnspollur“ í leiðinni. Handklæðið hangir líka á kringlóttu hengi. Hér er tækifæri til að bæta við orðaforða nemenda t.d. að kenna lýsingarorðið „kringlóttur“ („Spegillinn er kringlóttur“). Dæmi 3 – Stóra spjaldið er Afmæli, spjald nr. 16. • Nemandi dregur gula litaspjaldið og segir: „Kórónan er gul, peysan er gul“ og bendir á viðeigandi staði á myndinni. Margar fleiri hugmyndir má finna í leiðbeiningum með bókinni sjálfri og mynda- og orðaspjöldunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=