Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 26 Stóru spjöldin og mynda- og orðaspjöldin Hægt er að nýta mynda- og orðaspjöldin með stóru spjöldunum á ýmsa vegu og hér er sagt frá nokkrum hugmyndum. Orða-og myndaspjöldin eru til í eftirfarandi flokkum með myndum úr bókinni Orð eru ævintýri: LÍKAMINN (Bls. 6) FÖT (Sameinar Föt bls. 8 og Útiföt bls. 10) HEIMILIÐ 1 (Sameinar Heimilið bls. 12 og Eldhús bls. 14) HEIMILIÐ 2 (Sameinar Stofa bls. 16, Herbergi bls. 17, Forstofa bls. 18 og Baðherbergi bls. 19) Í SKÓLANUM (Sameinar Í skólanum bls. 24 og Listasmiðja bls. 26) ATHAFNIR (Sameinar Lærum og leikum bls. 28 og Gerum og græjum bls. 68) ÍÞRÓTTIR OG TÓNLIST (Sameinar Íþróttir bls. 70 og Tónlist bls. 74) DÝR (Sameinar Í sveitinni bls. 46 og Erlend dýr bls. 76) FORM, LITIR, TÖLUR (Bls. 36) Orðaforðaþjálfun – að tengja orð og myndir Sýnið nemendum eitt af stóru spjöldunum sem samsvarar viðeigandi orða- og myndaspjöldum. Nemendur draga myndaspjöld og nefna orðið og finna hvar það er staðsett á stóru myndinni. Nemendur sem lesa geta líka notað samsvarandi orðaspjöld. Setningagerð a. Nemendur draga orðaspjöld sem tengjast stóru myndinni og búa til setningar með þeim. b. Kennari býr til setningahluta og skrifar á miða sem nemendur draga og eiga að ljúka við með því að bæta við orði sem vantar í samræmi við myndina á stóra spjaldinu. Til einföldunar mætti stilla upp þremur mögulegum orðaspjöldum sem nemandi velur. Hugsanlegt er að nota orð úr öðrum köflum, t.d. liti og tölur. Dæmi: Spjald nr. 6, Eldhús: (Mamma/Kona)… er að opna ísskápinn. Hrærivélin er … . (rauð) Krakkinn er að … (hella) djús í bolla. Það eru … (4, fjórir) appelsínugulir stólar í eldhúsinu. Stelpan notar … (sleif) til að hræra. Æfinguna má útfæra munnlega og nota myndaspjöld í stað orðaspjalda. 1 2 3 4 5 6 7 8 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=