Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 24 Málfræði Kennari útbýr upphaf eða lok setninga eða eyðufyllingarverkefni tengd spjaldinu og nemendur fylla inn það sem vantar og nýta þær málfræðireglur sem þau hafa lært. Myndirnar má líka nýta þegar leggja á inn sérstök málfræðiatriði t.d. staðarforsetningar (hvað er á …, í … undir … við hliðina á – o.s.frv.), sagnorðareglur í nútíð og þátíð (Kúri sefur…, Kúri svaf …) eða reglur um hvernig kyn lýsingarorða lagar sig að kyni nafnorða (rauð húfa, rauður trefill, rautt nef …). Tengið málfræðiverkefnin einnig við frjálsa ritun. Hlustun Kennari lýsir því vel sem er að gerast á spjaldinu og/eða nýtir örsögurnar til að lesa upp fyrir nemendur. Í framhaldi eru nemendur spurðir út í það sem var lesið eða lýst til að kanna skilning og æfa tjáningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=