Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 22 Hóporðaleikur Eitt spjald er sett á borð (eða varpað upp) og nemendum er skipt í 2-3 manna lið. Kennarinn velur staf og liðin keppast um að finna eins mörg atriði á myndinni og þau geta sem byrja á viðkomandi staf. Hvert lið hefur mínútu til að finna orðin og skrifa þau á blað. Að tímanum liðnum er tekið saman hvaða orð liðin fundu og gefin stig: 1 stig fyrir hvert orð sem annað (eða önnur) lið fann líka en 3 stig fyrir orð sem ekkert annað lið fann. Leikinn má útfæra á ýmsan hátt, t.d. að finna allt sem er í ákveðnum lit, finna sagnorð sem tengjast myndinni og svona má áfram telja. Ávaxta og grænmetisspil á spjaldi nr. 10 (bls. 22-23) Sjá spilaleiðbeiningar hér Spil á spjaldi nr. 38 (bls. 78-79) Sjá spilaleiðbeiningar hér 2 | SKAPANDI VERKEFNI Tenging við aðalnámskrá leikskóla: „Í leik mynda börn tengsl við aðra, skapa sér þekkingu, taka sér hlutverk, skapa ímyndaðar aðstæður og fylgja reglum leiksins sem þau setja sjálf.“ Einnig segir um leikskólabörn: „Mikilvægt er að þau fái að nota líkamstjáningu jafnhliða töluðu og rituðu máli í leik … Einnig er mikilvægt að þau læri að lesa í myndir og tákn og hafi frjálsan aðgang að efnivið til sköpunar í leik svo sem til að skrifa, teikna og hanna leikmuni.“ (Aðalnámskrá leikskóla 2022) Tenging við aðalnámskrá grunnskóla: í kafla um listgreinar í aðalnámskrá grunnskóla segir: „Allir hafa hæfileika til að skapa … Í skapandi starfi fá nemendur tækifæri til að virkja og efla ímyndunarafl sitt, þjálfast í að taka ákvarðanir þar sem þeir vega og meta mismunandi valkosti og sjá afleiðingar af vali sínu. Nemendur þroskast í samvinnu við aðra, efla sjálfstæði sitt og sjálfsþekkingu og finna hæfileikum sínum farveg.“ (Aðalnámskrá grunnskóla 2021) Fjölmörg skapandi verkefni koma til móts við hæfniviðmið í íslensku sem öðru tungumáli á öllum hæfnistigum, einkum þau sem tengjast tjáningu, bæði munnlegri og skriflegri. Sögugerð Aftan á spjöldunum eru eftirfarandi spurningar sem tilvalið er að nýta til að ræða myndirnar og kveikja hugmyndir að sögugerð. • Hvað sérðu á myndinni? • Hvað er að gerast? • Hvaða fólk eða dýr sérðu á myndinni? • Hvar er Kúri? • Hvar gerist sagan? • Hvað heldur þú að hafi gerst á undan? • Hvað heldur þú að gerist næst?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=