Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 21 Mikilvægt er að tala um þátíð, nútíð og framtíð með því að ræða saman um athafnir hans s.s.: • Hvað er hann að gera? • Af hverju? • Hvernig líður honum? • Hvað heldur þú að hafi gerst áður? • Hvað heldur þú að gerist seinna? Að safna orðum Nemendur geta farið í „keppni“ um hversu mörg orð á myndinni þau þekkja. Kennari stillir myndinni upp eða varpar af skjávarpa og hvert og eitt skrifar niður eins mörg orð og þau geta á blað hjá sér. Eftir ákveðinn tíma biður kennarinn nemendur að segja sér hvaða orð þau fundu og sá sem er með flestu orðin sigrar keppnina. Í framhaldi er hægt að fara aftur yfir myndina og kanna hvort einhver orð urðu eftir og nefna þau. Þau sem eru lengra komin gera setningar um myndina og þau sem skrifa flestar setningar „sigra“. Nemendur safna orðunum í glósubók eða í rafrænan orðabanka (t.d. Quizlet). Að flokka orðin Þegar nemendur hafa safnað orðum er hægt að vinna með flokkun þeirra á ýmsan hátt. Til dæmis flokka yfirhugtök og undirhugtök eins og: Föt: sokkar, peysa, buxur … Húsgögn: stóll, borð, kommóða … Ef hópurinn er tilbúinn til að vinna með málfræðihugtök mætti flokka orðin sem eru á myndunum í orðflokka eins og nafnorð, sagnorð og lýsingarorð. Svo má nota ímyndunaraflið og flokka eftir einhverju öðru eins og litum (allt sem er gult, grænt …), stærð (allt sem er lítið, stórt, jafn stórt …), lögun (allt sem er kringlótt, þríhyrnt …) og áferð (hart, mjúkt …). Í þessu samhengi er líka hægt að þjálfa talningu t.d. að nemendur telji hversu margir gulir hlutir eru á myndinni, hversu mörg húsgögn o.s.frv. Í framhaldinu er hægt að vinna að gerð súlurita eða línurita. Minnisleikur Nemendur sitja í hring og eitt spjald er sett í miðjuna. Kennari semur upphaf á setningu sem fyrsti nemandinn lýkur með því að bæta við orði sem sést á myndinni, næsti endurtekur og bætir við öðru orði og svo koll af kolli. Dæmi spjald nr. 22: „Í sveitinni“. Kennari segir: „Ég fór í sveitina og sá …“ Nemandi 1: „Ég fór í sveitina og sá hest …“ Nemandi 2: „Ég fór í sveitina og sá hest og grís …“ Næsti nemandi tekur við og endurtekur það sem nemandi 2 sagði og bætir við nýju orði sem hann sér á spjaldinu. Svona gengur það koll af kolli allan hringinn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=