Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 19 Leiðbeiningar fyrir stóru myndaspjöldin Hér eru kynntar leiðir til að nýta stóru opnumyndirnar í bókinni Orð eru ævintýri. Til að auðvelda betur notkun þeirra er hver og ein opna á stórum spjöldum (A3) án orða/mynda sem eru á spássíum bókarinnar. Það getur reynst vel að hafa orðin ekki alltaf fyrir augunum þegar æfa á orðaforða og reyna þannig á minnið og ímyndunaraflið. Spjöldin bjóða upp á ótal leiðir til að vinna og leika með tungumálið. Hugmyndirnar koma úr ýmsum áttum en einnig fylgja bókinni hugmyndabankar sem nýta má með spjöldunum og þar eru leiðbeiningar um hverja opnumynd fyrir sig sem og örsögur sem nýta má sem kveikju að frekari vinnu með opnumyndina/spjöldin. Spjöldin eru hentug í vinnu með nemendum sem læra íslensku sem annað tungumál og einnig er hægt að nýta þau í starfi með leikskólabörnum og eldri nemendum eftir þörfum. Leiðunum er skipt í fjóra flokka og í hverjum flokki er vísað í aðalnámskrár leik- og grunnskóla eða fylgirit þeirra. Flokkarnir eru: 1. Orðaforðaþjálfun 2. Skapandi verkefni 3. Menningarlæsi og fjöltyngi Að nota myndir, leiki og spil er góð aðferð í samskiptamiðaðri tungumálakennslu og á að fléttast á eðlilegan hátt inn í námið. Þannig er best að kennarar velji þemun í takt við þau efnisatriði sem verið er að þjálfa hverju sinni samkvæmt námsáætlun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=