Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 18 Beyging sagnorða – Mynda- eða orðaspjöld Sagnorðaspjöldin eru sett saman í bunka og töluspjöld frá 1–6 í annan bunka (líka hægt að nota tening). Tölurnar þýða eftirfarandi: 1 = ég, 2 = þú, 3 = hann, hún, hán, það, 4 = við, 5 = þið, 6 = þeir, þær, þau. Nemandi dregur töluspjald annars vegar og sagnorðaspjald hins vegar og á að búa til setningu með viðeigandi persónufornafni. Huga þarf að beygingu sagnanna með tilliti til persónufornafnsins. Nemendur ráða hvernig þau klára setninguna. Dæmi: Nemandi dregur töluna 2 og sagnorðið mála. 2 er tákn fyrir 2. persónu, þú, svo að setningin þarf að byrja á því orði. Nemandi segir: „Þú málar …“ og bætir við: „mynd.“ Hægt er að útfæra æfinguna skriflega eða munnlega. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=