Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 16 6 | FLOKKUNARLEIKIR Að flokka orð og myndir er góð þjálfun fyrir börn til að skilja yfirhugtök og undirhugtök. Það hjálpar til við minni og er undirstaða fyrir rökhugsun og að setja hluti í samhengi. Í leikskóla er lagður grundvöllur að frekara námi. Í aðalnámskrá leikskóla kemur fram að grunnþættir menntunar og námssvið leikskóla eigi m.a. „að vekja forvitni og hvetja til rannsókna og að spyrja spurninga.“ Einnig „að efla áhuga barna á námi og hvetja þau til að læra og auka þekkingu sína og hæfni“. Í Hæfnirömmum í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla (2021) er flokkun sérstaklega nefnd sem gagnlegur undirbúningur fyrir læsi. Flokkun reynir líka á samræðuhæfni og festir í minni orðaforða en á forstigi og 1. stigi í íslensku sem öðru tungumáli í aðalnámskrá grunnskóla er það mikilvægt hæfniviðmið að ná tökum á grunnorðaforðanum. Flokkunarþjálfun getur líka varpað ljósi á bakgrunnsþekkingu barns og hjálpað kennurum að greina hvar hæfni og þekking þess liggur. Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við flokkun: Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Að lýsa mynd – Myndaspjöld Nemandi dregur spil og lýsir myndinni fyrir hópnum. Hópurinn hjálpast að við að bæta við frekari smáatriðum. Í samtalinu er hægt að tala um hvaða þema/flokki það sem er á myndinni tilheyrir (farartæki, eldhúsáhöld, föt …), hvernig það lítur út, hvort það gefi frá sér hljóð, hvernig það er viðkomu (hart, mjúkt …), hvaða hlutverki það gegnir, hvernig það er á litinn o.s.frv. Flokkum föt – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur flokka myndirnar/orðin af fötunum í undirflokka t.d. útiföt, inniföt, spariföt og íþróttaföt. Ræðið hvað er í hverjum flokki. Hægt væri að skoða hversu mörg orð eru í hverjum flokki og hvar flest orðin lenda. Eiga einhver orð heima í fleiri en einum flokki? Mögulegt væri að gera súlurit eða kökurit á veggspjald með nemendum í framhaldinu. Heimilið – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur draga mynda- eða orðaspjöld og lýsa hvernig hluturinn á myndinni er notaður, t.d. „við notum hann til að sópa gólf“ (mynd af sóp). Getur verið samvinnu- eða ágiskunarleikur. Síðan eru spilin flokkuð eftir því hvort hluturinn er notaður úti eða inni eða bæði úti og inni. Því næst er talið hvar flest orðin lenda. Hægt er að útbúa súlurit sem sýnir fjöldann á veggspjaldi í framhaldinu. Hvað á saman? – Orðaspjöld Veljið orð úr nokkrum þemum og blandið saman í einn bunka. Nemendur raða spilunum í rétta flokka (t.d. húsdýr, erlend dýr, föt eða tölur, mynstur, form). Til að flækja málið mætti setja eitt eða tvö orð úr öðrum þemum með. Vekur umræður meðal nemenda um hvað á heima í hvaða flokki og þjálfar rökhugsun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=