Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 15 Veiðimaður – Mynda- eða orðaspjöld 1. Veiðimaður með myndaspjöldum Tveir til fjórir nemendur spila. Valin eru um tuttugu myndapör úr einu eða fleiri þemum. Spilin eru sett í hrúgu á borð, dreift er úr þeim og myndir snúa niður. Þátttakendur draga þrjú spil hver. Markmiðið er að safna slögum (myndapörum) með því að spyrja sessunautinn hvort hann eigi eina af þeim myndum sem viðkomandi er með sjálfur. Dæmi: A er með mynd af sjónvarpi og segir við B: „Áttu sjónvarp?“ Ef B er með mynd af sjónvarpi svarar hann: „Já, gerðu svo vel!“, B afhendir A spilið sem geymir slaginn hjá sér og dregur nýtt spil. Næsti gerir. Ef B er ekki með mynd af sjónvarpi svarar hann: „Nei, veiddu!“ A dregur nýtt spil og næsti gerir. Ef A dregur það spil sem hann spurði um má A spyrja aftur, annars spyr B. Ef nemandi hefur ekkert spil á hendi er dregið eitt spil úr borði til að halda áfram. Sá sem er með flesta slagi þegar öll spilin eru búin er sigurvegari. 2. Veiðimaður með mynda- og orðaspjöldum Um er að ræða veiðimann þar sem notuð eru spilapör með orði annars vegar og myndum hins vegar, alls þrjú spjöld í einu spilapari. Að öðru leyti gilda sömu reglur og í veiðimanni með myndaspjöldum. Hægt er að velja hvaða þemu er unnið með eftir því hvaða orðaforða á að þjálfa. Veiðimaður er heppileg leið til að þjálfa þolfall í málfræðinni, dæmi: „Áttu hest?“, „Áttu kött?, „Áttu sokk?“, „Áttu peysu?“, og kurteisi í samskiptum, dæmi: „Gerðu svo vel“, „takk“. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=