Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 14 • getur á einfaldan hátt tjáð hvað honum líkar/líkar ekki og sagt frá líðan sinni (forstig, 1. stig) • getur með takmörkuðum orðaforða lýst hlut eða mynd með því að hafa undirbúið sig fyrir fram (1. stig) Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við tjáningu: Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikur „Ég sá …“ – Myndaspjöld Nemendur sitja í hring. Í miðju hringsins eru myndaspjöld sem nemendur geta stuðst við til að muna orðin úr völdum kafla bókarinnar Orð eru ævintýri. Fyrsti nemandinn segir ,,Ég fór í skólann í gær og sá yddara …“, næsti nemandi segir svo: ,,Ég fór í skólann í gær og sá yddara og blýant.“ Hver nemandi segir það sem þau á undan töldu upp og bætir við einu orði. Fyrir yngri börn er gott að þau haldi myndunum uppi, þannig er auðveldara að muna orðarununa. Ágiskunarleikur – Myndaspjöld Kennari eða nemandi raðar myndum á borð. Kennarinn/nemandinn velur eina mynd í huganum. Nemendur giska á hvaða orð það er með því að spyrja já/nei spurninga. Sá sem getur upp á réttu orði fær að velja orð næst. Einnig er hægt að nota orðaspjöldin í sama tilgangi. Dýr – Myndaspjöld Kennari festir mynd af dýri á ennið á nemendum. Þau ganga um skólastofuna og reyna að finna út hvaða dýr þau eru með því að spyrja samnemendur sína já/nei spurninga án þess að nefna dýr. Til dæmis: Er ég með vængi? Er ég stór? Í lokin fer kennarinn yfir með nemendum hvaða dýr þau haldi að þau séu. Einnig er hægt að nota orðaspjöldin í sama tilgangi. Tjáningarleikur – Myndaspjöld Nemendur draga eitt dýraspjald í einu og lýsa dýrinu fyrir hinum nemendunum. Þau mega tala um stærð, lit, hljóð, hreyfingar, mat og bústað en ekki nefna heiti þeirra. Hvísluleikur – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur sitja í röð eða hring. A dregur mynd eða orð og hvíslar því að B sem situr á vinstri hönd, B hvíslar orðinu í eyra C o.s.frv. Síðasti í röðinni eða hringnum segir orðið upphátt. Hægt er að þyngja leikinn og gera hann meira skapandi með því að A býr til setningu með orðinu og hvíslar henni að B og svo koll af kolli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=