Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 13 Æfingin hentar sem hópverkefni, paraverkefni eða jafnvel einstaklingsverkefni sé um ritun að ræða. Útfæra má æfinguna á ýmsan hátt s.s. að hafa sem reglu að einungis megi vera 4 orð eða bara 5 orð, allt eftir aldri og getu nemenda. Dæmi: Kjötsúpan er mjög góð. Kjötsúpan var mjög góð. Tómatsúpan var mjög góð. Tómatsúpan var mjög heit. Tómatsúpan var rosalega heit. Að búa til sögu sem hópur – Orða- eða myndaspjöld Hvert og eitt barn dregur eitt orð eða mynd. Fyrsta barnið býr til upphaf á sögunni og þarf að nota orðið sem það dró. Næsta barn heldur áfram með söguna og notar orðið sitt og svona gengur það koll af kolli. Bæði er hægt að útfæra söguna skriflega og munnlega. Einnig er hægt að útfæra leikinn þannig að ákveðið er að ekki megi nota orð sem er dregið (eitt eða fleiri) og sett ákveðin viðurlög við því, t.d. að standa á öðrum fæti í X langan tíma. Dæmi: Sagan á að fjalla um leiktæki (nemandi dró orðið rennibraut) en það má ekki segja orðið beint heldur lýsa í kringum það. Setið er í hring og ef orðið er nefnt á nafn á viðkomandi að standa á öðrum fæti. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig 5 | SAMTALSLEIKIR Í samtalsleikjunum er fyrst og fremst hugmyndin að þjálfa tjáningu, þ.e. bæði samskipti og frásögn, og er það í samræmi við aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Samkvæmt aðalnámskrá leikskóla er leikur sú aðferð sem allt leikskólastarf kjarnast um. Þar kemur m.a. fram: „Í leik eflist hæfileiki barna til samskipta og málþroski þeirra eykst, þau tjá hugmyndir sínar, reynslu, tilfinningar og beita tungumáli á fjölbreyttan hátt.“ (aðalnámskrá leikskóla, 2022) Í Hæfnirömmum í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla (2021) kemur fram að „þátttaka í samtölum og samskiptum er nauðsynleg fyrir þróun talmáls sem er eitt af mikilvægustu markmiðum tungumálanáms á leikskólastigi.“ Í íslensku sem öðru tungumáli í aðalnámskrá grunnskóla (Tjáning – Talað mál, samskipti og frásögn) eru eftirfarandi hæfniviðmið: Nemandi: • getur, með stuðningi, tekið þátt í einföldum samræðum er varða hann sjálfan, sé talað hægt og skýrt, endurtekið og umorðað eftir þörfum. • getur kynnt sig, heilsað, kvatt og þakkað fyrir sig (forstig, 1. stig) • kann grunnorðaforða á 1. þrepi: getur nefnt orð yfir hluti, liti, fólk, daga, tölur og dýr og einfaldar setningar um daglegar athafnir í nánasta umhverfi, í skólanum, í frístundinni og heima (forstig, 1. stig)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=