Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 12 Einföld ritun – Myndaspjöld a. Nemandi dregur mynd/myndir og skrifar orðið/orðin. b. Nemandi dregur mynd eða myndir og skrifar setningu/setningar með orðinu/orðunum (yngsta stig og 2. stig). c. Nemandi dregur myndir og skrifar sögu út frá þeim. Orðabingó – Orðaspjöld Valið er eitt af þeim 9 þemum sem spjöldin bjóða upp á, t.d. FÖT (no) eða ATHAFNIR (so). Kennari varpar upp á vegg orðunum sem fylgja þemanu, sjá orðalista á bls. 31–49 og rifjar upp hvað þau þýða. Hægt er að velja færri orð en eru í þemanu, allt eftir getu nemendahópsins. 1. Nemendur fá verkefnablað, sjá orðabingó bls. 49 og skrifa 4, 6 eða 9 orð af þemaorðunum á bingóspjaldið, allt eftir getu hópsins. 2. Nemendur skrifa orðin á línurnar fyrir neðan og búa til málsgreinar með hverju orði. 3. Bingóið er spilað. Kennari eða nemandi dregur eitt og eitt orð úr þemabunkanum og les upphátt. Þegar nemendur eru með orð sem er dregið, rétta þau upp hönd, strika yfir orðið og lesa málsgreinina. Ef að þarf leiðrétta eitthvað í málsgreininni endurtekur kennarinn hana munnlega á réttan hátt. Þegar búið er að strika yfir öll orðin á spjaldinu er kallað „Bingó!“ Hægt er að aðlaga bingóið að nemendum á mismunandi hæfnistigi. Sum geta skrifað einfaldari málsgreinar eða jafnvel bara orðin á meðan önnur skrifa flóknari og lengri málsgreinar. Listasmiðja – Myndaspjöld Kennari tekur saman myndaspjöld yfir verkfæri og hráefni. Nemendur draga eina mynd og skrifa heiti verkfæris/hráefnis og hvað er gert við það. Dæmi: „Hamar: Við neglum með hamri.“ Einnig er hægt að útfæra þetta munnlega. Að skipta út einu orði – Orðaspjöld Kennari (eða nemandi) dregur eitt orð og skrifar setningu með orðinu á töfluna t.d. ef orðið kjötsúpa er dregið getur kennari/nemandi skrifað: Kjötsúpan er mjög góð. Nemendur búa til nýjar setningar með því að skipta út einu orði, koll af kolli, þ.e. síðasta breyting helst og einungis eitt orð breytist hverju sinni. Bæði er hægt að útfæra æfinguna skriflega og munnlega. Ef æfingin er munnleg er hægt er að hafa tímatöku á henni. Þá er nemendum skipt í hópa og hver hópur býr til eins margar setningar á tveimur mínútum og þau geta með því að skipta bara um eitt orð. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=