Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 11 4 | RITUNARÞJÁLFUN Í þeim aðferðum sem hér er lýst er áhersla lögð á að þjálfa ritun. Á leikskólastigi er formlegt lestrarnám ekki hafið en góð hljóðkerfisvitund er ein af megin forsendum þess að lestrarnám muni ganga vel. Engu að síður fer þar fram mikilvægur undirbúningur fyrir lestrar- og ritunarnám en í aðalnámskrá leikskóla kemur fram að þar beri að skapa aðstæður m.a. til „að þróa læsi í víðum skilningi; iðka margbreytilega tjáningu; kynnast tungumálinu og möguleikum þess; nýta ritað mál í leik og að börn öðlist skilning á því að líkamstjáning og tákn hafi merkingu“ (aðalnámskrá leikskóla, 2022). Í Hæfnirömmum í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla (2021) má m.a. finna viðmið um að þau sem hafa verið hér í 2 til 4 ár þekki flesta íslenska bókstafi og hljóð þeirra, séu áhugasöm um að vita merkingu ritaðs texta og sýni það með því að vera forvitin um bækur og sýna jákvæð viðbrögð við bókum og rituðum texta. Einnig að þau hafi náð góðri frásagnarhæfni og geti, með hjálp fullorðinna, sett á blað sín eigin skilaboð, sýni áhuga á því að skrifa sjálf og geri tilraunir til þess. Á forstigi í íslensku sem öðru tungumáli í aðalnámskrá grunnskóla, undir hæfnisviðinu Tjáning – Ritun, er gert ráð fyrir að nemendur geti afritað orð og setningar annars vegar og skrifað einföld orð og einfaldar setningar sem þau hafa lært hins vegar. Á 1. stigi í íslensku sem öðru tungumáli á sama hæfnisviði má finna viðmið um að nemendur geti skrifað stök orð og einfaldar setningar um sig sjálf. Einnig að þau geti skrifað orð og orðasambönd til að lýsa hversdagslegum hlutum (t.d. lit eða stærð) (aðalnámskrá grunnskóla, 2021). Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við ritun: Einföld ritun – Orðaspjöld Nemendur draga orð og skrifa eftir fyrirmynd. a. Þau sem eru að byrja að læra að skrifa geta dregið eitt eða fleiri orð, skrifað og e.t.v. teiknað mynd af orðinu. b. Þau sem eru komin lengra geta dregið orð og skrifað eina setningu með hverju orði. Mega myndskreyta ef þau vilja. c. Þau sem eru komin lengst draga orð og skrifa sögu eða ljóð út frá orðinu eða orðunum. Sjá dæmi um hvernig beita má stigskiptum stuðningi í ritunarkennslu: Læsisvefurinn – stigskiptur stuðningur Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=