Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 10 Einnig hægt að útfæra þetta með öðrum þemum, t.d. athöfnum eða hljóðfærum. Hljóðfæraleikur – Myndaspjöld Nemendur velja sér hljóðfæri. Kennarinn heldur uppi einu spjaldi með mynd af hljóðfæri og þá leika þeir nemendur sem völdu viðkomandi hljóðfæri að þau séu að spila á það. Að fela hlut – Myndaspjöld Felið mynd af kettinum Kúra (eða einhverju öðru) í skólastofunni. Þegar nemendur eru nálægt staðnum þar sem Kúri felur sig er þeim sagt að þau séu „heit“ en ef þau eru ekki nálægt er þeim sagt að þau séu „köld.“ Sá sem finnur Kúra segir hvar Kúri var (undir, uppi, fyrir ofan, fyrir neðan ...) og má fela næst. Að klappa eða stappa eftir atkvæðum – Orðaspjöld Orð er dregið og lesið upp. Nemendur endurtaka orðið í kór og klappa eða stappa orðin eftir atkvæðunum, t.d. ef orðið reiðhjól er dregið eru tvö klöpp: Reið (klapp) hjól (klapp). Hlutverkaleikur – Mynda- eða orðaspjöld Nemendum er skipt í hópa (3–5 í hóp). Hver hópur dregur 5 mynda- eða orðaspjöld og býr til stutt leikrit út frá orðunum. Hægt er að hafa sem skilyrði að hvert orð sé nefnt a.m.k. einu sinni í samtölum persóna leikritsins. Nemendur fá tíma til að æfa og finna leikmuni fyrir sýninguna og sýna síðan hinum hópunum leikritið. Ha? – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur sitja í hring og A dregur spil (dæmi: myndaspjald með mynd af potti) og segir við B sem situr vinstra megin: A: Þetta er pottur B: Ha? A: Pottur B: Ha? A: Pottur B: Ó, sagðirðu pottur? Að loknu samtalinu fær B spilið og A dregur nýtt spil. Bæði segja orðin sem eru á spilunum við þann sem situr á vinstri hönd, snúa sér síðan til hægri og segja Ha? Spilin ganga svo áfram til næstu aðila og ný spil bætast við. Hópurinn þarf að passa að tala í takt um leið og spilin færast á milli. Markmiðið er að halda taktinum jafnvel þótt þátttakendur þurfi að tala við báða sessunauta sína á sama tíma. Leikurinn þjálfar sveigjanleika í samtölum, einbeitingu og minni. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=