Orð eru ævintýri - Leiðbeiningar með mynda- og orðaspjöldum og stóru myndaspjöldunum

Mynda- og orðaspjöld Stór myndaspjöld LEIÐBEININGAR

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 2 ORÐ ERU ÆVINTÝRI – Leiðbeiningar fyrir mynda- og orðaspjöld ISBN 978-9979-0-2944-1 ORÐ ERU ÆVINTÝRI – Leiðbeiningar fyrir stóru myndaspjöldunum ISBN 978-9979-0-2944-1 © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Þorbjörg Halldórsdóttir tók saman efnið Ritstjóri: Harpa Pálmadóttir 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Innihald Leiðbeiningar fyrir mynda- og orðaspjöld .............................................................. 3 MÁLÖRVUN. ............................................................................................................ 4 ORÐAFORÐAÞJÁLFUN............................................................................................ 6 HLUTVERKA- OG HREYFILEIKIR.............................................................................. 9 RITUNARÞJÁLFUN.................................................................................................. 11 SAMTALSLEIKIR......................................................................................................13 FLOKKUNARLEIKIR.................................................................................................16 MÁLFRÆÐILEIKIR. .................................................................................................17 Leiðbeiningar fyrir stóru myndaspjöldin.................................................................19 ORÐAFORÐAÞJÁLFUN.......................................................................................... 20 SKAPANDI VERKEFNI............................................................................................. 22 MENNINGARLÆSI OG FJÖLTYNGI........................................................................ 25 Stóru spjöldin og mynda- og orðaspjöldin............................................................ 26 Aðalnámskrá grunnskóla......................................................................................... 28 Íslenska sem annað tungumál................................................................................ 28 Íslenska................................................................................................................... 30 Orðaspjöld. ............................................................................................................... 31 Orðabingó ................................................................................................................ 49

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 3 Leiðbeiningar fyrir mynda- og orðaspjöld Hér eru kynntar leiðir til að nýta mynda- og orðaspjöldin sem fylgja bókinni Orð eru ævintýri. Hugmyndirnar að þessum leiðum koma úr ýmsum áttum, m.a. úr hugmyndabönkum sem fylgja bókinni. Flestar leiðirnar henta vel til notkunar í kennslu grunnskólanemenda sem eru á 1. hæfnistigi í íslensku sem öðru tungumáli og sumar 2. hæfnistigi, sérstaklega þeirra sem yngri eru þótt einnig megi aðlaga sumar þeirra að eldri nemendum. Margar þeirra eru einnig heppilegar fyrir börn á leikskólastigi og á forstigi í íslensku sem öðru tungumáli, einkum þær sem reyna ekki mikið á hæfni í ritun eða lestri. Fram kemur í lýsingum á leiðum fyrir hvaða stig og aldur þær henta. Leiðunum er skipt í sjö flokka: 1. Málörvun 2. Orðaforðaþjálfun 3. Hlutverka- og hreyfileikir 4. Ritunarþjálfun 5. Samtalsleikir 6. Flokkunarleikir 7. Málfræðileikir Í inngangi að hverjum flokki fylgir rökstuðningur þar sem vísað er í aðalnámskrár leik- og grunnskóla eða fylgirit þeirra og nefnt hvaða hæfnisvið hægt er að þjálfa í viðkomandi flokki. Að nota myndir, leiki og spil er heppileg aðferð í samskiptamiðaðri tungumálakennslu og á að fléttast á eðlilegan hátt inn í námið. Þannig er best að kennarar velji þemun í takt við þau efnisatriði sem verið er að þjálfa hverju sinni samkvæmt námsáætlun.

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 4 Velja skal að vinna með orð sem þegar er búið að leggja inn og þjálfa áður en nemendur nota spilin á sjálfstæðan hátt. Spilin geta líka nýst sem leið til að leggja inn orðaforða. Í tungumálanámi er stigskiptur stuðningur nauðsynlegur og hlutverk kennara er að byggja upp hæfni nemenda smátt og smátt og tryggja skilning þeirra. Þannig er best að kennari sé ætíð með nemendum í vinnu með mynda- og orðaspjöldin á meðan þau eru enn að byggja upp kunnáttu í orðaforðanum. Smám saman ná nemendur tökum á því að nýta spilin á sjálfstæðan hátt. Endurtekning er einnig mikilvæg í tungumálanámi. Því er mælt með að sömu spilin séu nýtt reglulega. Mynda- og orðaspjöldin samanstanda af 9 þemum sem eru sum sameinuð úr köflum bókarinnar Orð eru ævintýri: LÍKAMINN (Bls. 6) FÖT (Sameinar Föt bls. 8 og Útiföt bls. 10) HEIMILIÐ 1 (Sameinar Heimilið bls. 12 og Eldhús bls. 14) HEIMILIÐ 2 (Sameinar Stofa bls. 16, Herbergi bls. 17, Forstofa bls. 18 og Baðherbergi bls. 19) Í SKÓLANUM (Sameinar Í skólanum bls. 24 og Listasmiðja bls. 26) ATHAFNIR (Sameinar Lærum og leikum bls. 28 og Gerum og græjum bls. 68) ÍÞRÓTTIR OG TÓNLIST (Sameinar Íþróttir bls. 70 og Tónlist bls. 74) DÝR (Sameinar Í sveitinni bls. 46 og Erlend dýr bls. 76) FORM, LITIR, TÖLUR (Bls. 36) 1 | MÁLÖRVUN Málörvun þar sem leikið er með tungumálið og gerðar tilraunir með ýmsa þætti þess er vel til þess fallin að vekja áhuga barna á málinu. Í aðalnámskrá leikskóla (2022) kemur fram að meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla eru að m.a. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku. Enn fremur að í leikskóla eigi að nýta þau tækifæri sem gefast í leik og daglegum samskiptum til að efla íslenska málvitund þar sem börn læra ný orð og hugtök og þróa tungumálið. Þar ber að skapa aðstæður þar sem börn fá tækifæri til að nýta tungumál á fjölbreyttan hátt, upplifanir og orð verði tækifæri til sköpunar og stuðla að því að nám barna fari fram í samvinnu og samstarfi við önnur börn og fullorðna. Í fylgiriti aðalnámskrár grunnskóla Hæfnisvið og hæfniviðmið í íslensku sem öðru tungumáli (2021) segir: „Málvitund nemenda eykst með markvissri og mikilli notkun málsins við margvíslegar aðstæður og í fjölbreyttum viðfangsefnum. Einnig má hvetja nemendur til að skoða og kanna hvernig orðaforði og málfræði fléttast inn í texta og gefur honum líf, lit og lögun.“ Málörvunarverkefni eru til þess fallin að auka málvitund barna og koma til móts við mörg hæfniviðmið á öllum hæfnisviðum. Sjá dæmi hér um gæðamálörvun í daglegu amstri og flokkun á málörvunarefni fyrir leikskóla 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 5 Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við málörvun: Samsett orð – Mynda- eða orðaspjöld Vekið athygli á samsettum orðum í spilinu. Leikið ykkur með að taka samsett orð í sundur og setja saman, t.d. ísskápur, dúkkuvagn, bókahilla, þvottavél, regnbogi. Spjallið um úr hvaða orðum samsettu orðin eru mynduð og veltið fyrir ykkur hvaða nýtt orð er hægt að búa til. Að velja orð sem byrja á ákveðnum staf – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur fá bunka af orðum/myndum og eiga að finna öll orðin sem byrja á tilteknum staf. Þetta er hægt að útfæra sem keppni eða samvinnuleik. Þjálfar hljóðvitund. Hentar nemendum sem eru byrjuð að lesa. Margræð orð og samheiti – Mynda- eða orðaspjöld Veljið orð sem eru margræð (t.d. tölur, tala, renna, buff) og farið yfir með nemendum hvaða orð hafa fleiri en eina merkingu. Einnig má kanna hvort þau þekki fleiri orð sem merkja það sama og önnur orð (t.d. strákur-drengur, barn-krakki, köttur-kisa, björn-bangsi). Búið svo til setningar með þessum orðum með nemendum. Líkamsorðin – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur draga myndir af líkamshlutum og benda á viðeigandi líkamshluta á sér sjálfum. Upplagt er að nota tækifærið og tala um fjölda fingra, táa o.s.frv. Einnig er hægt að ræða saman um útlit o.fl. Að endurtaka orð – Mynda- eða orðaspjöld Kennari dregur orð eða mynd og segir orðið og nemandi (eða nemendur) endurtekur til að þjálfa hljóðvitund og framburð og til að festa orð í minni. Þegar nemandi hefur lært orðin er hægt að láta hann draga orðið og segja það og kennari endurtekur til að árétta réttan framburð. Einnig er hægt að skiptast á. Rímorð – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur draga spil, lesa (ef um orðaspjald er að ræða) eða segja orðið (ef um myndaspjald er að ræða) og reyna að finna orð sem rímar. Sá sigrar sem finnur flest „alvöru“ rímorðin. Notið orðaspjöldin ef nemendur eru byrjuð að lesa. Litaleikur – Mynda- eða orðaspjöld Kennarinn vinnur með litaspjöldin og sér til þess að í umhverfi nemenda séu hlutir í þessum litum, geta t.d. verið leikföng, litir, fatnaður, pappír eða annað. Kennarinn setur eitt spjald á borðið í einu og spyr nemendur hvaða litur sé á spjaldinu og biður þau svo í kjölfarið að leita að hlutum í þessum lit í stofunni. Nemendur hlaupa um og finna hluti með viðeigandi lit og koma með þá (ef hægt er) á borðið. Það sama er hægt að gera með formspjöldin. Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Leikskóli Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Forstig 1. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 6 Að teikna eftir lýsingu – Myndaspjöld Kennari eða nemandi dregur myndaspjald og á að lýsa því sem er á myndinni eins vel og hægt er. Hin í hópnum teikna mynd eftir lýsingunni eins vel og þau geta. Afraksturinn er síðan hengdur upp á vegg, bæði upprunalega myndin og hinar og metið hvaða mynd er líkust þeirri upprunalegu. Teiknum og giskum (e. Pictionary) – Myndaspjöld Nemandi A dregur orð og teiknar mynd af orðinu fyrir nemanda B sem reynir að giska hvert orðið er. Ef B getur upp á réttu orði er skipt um hlutverk. Hægt að útfæra æfinguna sem keppni á milli liða eða sem samvinnu innan hóps. Þá teiknar einn í hópnum og hin giska. Sá sem giskar rétt fær að teikna næst. 2 | ORÐAFORÐAÞJÁLFUN Þjálfun og vinna með orðaforða er mikilvæg á öllum hæfnisviðum tungumálanáms. Á leikskólaaldri þarf að „leggja áherslu á að kenna börnunum orð sem eru í umhverfi þeirra og tilheyra daglegu starfi í leikskólanum en einnig orð sem koma fyrir í bókum. Fylgjast þarf vel með því að þau þrói með sér ríkulegan orðaforða jafnt og þétt, með góðum stuðningi og málörvun.“ (Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla, 2021). Í aðalnámskrá grunnskóla er mikilvægi orðaforðaþjálfunar nefnt á öllum hæfnisviðum og hæfnistigum íslensku sem annars tungumáls. Á forstigi og fyrsta stigi íslenskunámsins læra nemendur grunnorðaforða. Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við orðaforða: Að para saman orð og mynd – Mynda- eða orðaspjöld Hentar byrjendum í íslensku sem öðru máli. Valin eru 15–20 orð og sett saman í bunka og samsvarandi myndir eru settar í annan bunka. Nemendur vinna saman að því að para orð og mynd. Nemendur nýta fyrri þekkingu á tungumálum til að ákveða hvaða orð og myndir eiga saman eða giska á það. Orð dagsins eða vikunnar – Orðaspjöld Hengið upp myndir af „orði dagsins“ eða „orðum vikunnar“ í augnhæð nemenda. Þannig má grípa tækifæri til að tala um orðin þegar þau sýna þeim áhuga og hvetja þau til að nota orðin í daglegu tali. Kennari getur af og til gripið í orðin og beðið nemendur um að mynda setningar með þeim. Veljið orð úr mismunandi orðflokkum t.d. nafnorð (skeið, diskur), sagnorð (borða, drekka) og lýsingarorð (heitt, reiður, hart, svangur, rautt). Markmiðið með þessari aðferð er að nemendur heyri orð í mismunandi samhengi og öðlist skilning á fjölbreyttri notkun þeirra. Sjá dæmi um hvernig þjálfa má orðaforða: Læsisvefurinn – orðaforði og lesskilningur Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 7 Orðakeppni – Orðaspjöld Nemendum er skipt í tvö lið með jafnmörgum þátttakendum. Tveimur stólum er stillt upp framarlega í stofunni. Liðin fara í raðir fyrir framan stólana. Fyrstu keppendurnir úr hvoru liði setjast í stólinn. Liðin fá bunka af orðaspjöldum með jafnmörgum orðum (t.d. orð sem nemendur hafa lært nýlega). Þau fremstu í hvorri röð fyrir sig fá bunkann og draga spjald sem þau útskýra og leika fyrir keppandann í stólnum án þess að segja orðið. Þegar keppandinn giskar á rétt orð flýtir hann sér aftast í röðina og sá sem útskýrði sest í stólinn. Næsti í röðinni dregur nýtt spjald til að útskýra fyrir nýja keppandanum og svo koll af kolli. Það lið vinnur sem klárar orðin í bunkanum sínum fyrst. Orðaveggur – Orðaspjöld Nýta má orðaspjöldin til að búa til orðaveggi annað hvort með orðaspjöldunum sjálfum eða að leyfa nemendum að útbúa eigin spjöld og þau skrifa þá eftir fyrirmynd orðaspjaldanna. Orðaveggir nýtast vel þegar verið er að kenna þematengdan orðaforða t.d. orð yfir dýr. Þá er t.d. mögulegt að orðin séu flokkuð eftir yfirhugtökum: Húsdýr, gæludýr, sjávardýr, villt dýr, skordýr. Einnig er hægt að vinna orðaveggi út frá t.d. samheitum, andheitum, margræðum orðum eða samsettum orðum. Einnig er hægt að gera orðavegg út frá stöfum með því að gera hugtakakort út frá staf með orðum sem byrja á honum o.fl. Sjá nánar um orðaveggi á Læsisvefnum. Minnisleikur – Mynda- og orðaspjöld Nemendur fá bunka af myndaspjöldum annars vegar og samsvarandi orðaspjöldum hins vegar. Spjöldunum er raðað snyrtilega á borð þannig að myndir og orð snúa niður. Nemendur skiptast á að draga mynd annars vegar (og eiga að nefna orðið) og orð hins vegar. Ef þau draga mynd og orð sem eiga saman eru þau komin með slag og markmiðið er að safna sem flestum slögum. Þegar einhver fær slag má sá eða sú gera aftur. Einnig er hægt að útfæra þennan leik með myndaspjöldum einungis, einkum með nemendum sem ekki eru búin að læra að lesa. Spjöldunum skal alltaf skila til baka á sama stað og þau voru tekin ef ekki næst að fá slag. Þátttakendur reyna að leggja á minnið hvar ákveðnar myndir eða orð eru til að auðveldara sé að finna spilin sem eiga saman. Leikurinn þjálfar vel einbeitingu og minni og er ein besta aðferðin til að festa orðaforða í minni. Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 8 Bakkaleikur – Myndaspjöld Um 7–10 myndaspjöld eru valin og raðað á bakka þannig að myndirnar snúa upp. Nemendur fá að horfa á myndirnar í um 30 sekúndur, fara í huganum yfir orðin og leggja þau á minnið. Kennarinn breiðir síðan klút yfir bakkann og nemendur fá smá tíma til að skrifa niður orðin og reyna að muna þau öll. Einnig er hægt að útfæra þetta með raunverulegum hlutum eða eingöngu munnlega (getur þá hentað forstigi líka). Leyniorðið – Myndaspjöld Kennari velur 7–10 myndir. Hann situr fyrir framan nemendur, lyftir einu myndaspjaldi upp í einu og sýnir nemendum og segir orðin hátt og skýrt. Endurtekur þar til nemendur hafa öll lært orðin. Þá tekur hann út eitt orðið án þess að nemendur sjái til og leggur til hliðar. Svo er aftur farið yfir orðin, eitt í einu. Þegar kennari er búinn með bunkann bendir hann á spjaldið (leyniorðið) sem hann tók út og nemendur eiga að giska á hvaða orð það er. Smám saman eru fleiri orð tekin út og nemendur keppast um að giska á hvaða orð vantar. Æfingin æfir einbeitingu og minni og hefur mikið skemmtigildi. Hana má útfæra eftir getu hópsins. Bæta má við hljóðgreiningu í lokin, að nemendur greini hljóð í orði. Kennari spyr hvort ákveðið hljóð heyrist í ákveðnum orðum eins og t.d. Heyrist „ó“ í sól? Að finna myndina eða orðið – Mynda- og orðaspjöld Myndaspjöldum er raðað á borð þannig að myndirnar snúa upp. Kennari er með samsvarandi orðaspjöld í bunka. Hann dregur eitt orð og segir það hátt og skýrt og nemendur keppast um að finna myndina og taka hana. Einnig hægt að setja orðaspjöldin á borðið og draga mynd til að sýna nemendum sem keppast um að finna orðið og taka það. Sá eða sú sigrar sem nær flestum spjöldunum. Að para orð og mynd – Mynda- og orðaspjöld Um 20 orðum og myndum er raðað saman hlið við hlið en þau er ekki rétt pöruð saman. Nemendur endurraða spilunum þannig að samsvarandi mynda- og orðaspjöld séu hlið við hlið. Getur verið keppni eða samvinnuleikur. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 9 3 | HLUTVERKA- OG HREYFILEIKIR Hlutverka- og hreyfileikir eru upplagðir til að þjálfa hæfni sem tengist samskiptum, hlustun og leikrænni tjáningu. Í aðalnámskrá leikskóla (2022) segir m.a.: „Í leik mynda börn tengsl við aðra, skapa sér þekkingu, taka sér hlutverk, skapa ímyndaðar aðstæður og fylgja reglum leiksins sem þau setja sjálf.“ Einnig segir um leikskólabörn: „Mikilvægt er að þau fái að nota líkamstjáningu jafnhliða töluðu og rituðu máli í leik … Einnig er mikilvægt að þau læri að lesa í myndir og tákn og hafi frjálsan aðgang að efnivið til sköpunar í leik svo sem til að skrifa, teikna og hanna leikmuni.“ Á forstigi og fyrsta stigi í íslensku sem öðru tungumáli í aðalnámskrá grunnskóla má finna hæfniviðmið í hlustun sem snúast um að skilja einfalt daglegt mál og einfaldar leiðbeiningar með stuðningi mynda, hljóðs og látbragðs. Einnig að greina einstök orð, hljóð og tölustafi og að skilja grunnorðaforða. Hreyfi- og hlutverkaleikir samþætta leiklist og tungumálanám en í kafla um listgreinar í aðalnámskrá grunnskóla segir „Allir hafa hæfileika til að skapa … Í skapandi starfi fá nemendur tækifæri til að virkja og efla ímyndunarafl sitt, þjálfast í að taka ákvarðanir þar sem þeir vega og meta mismunandi valkosti og sjá afleiðingar af vali sínu. Nemendur þroskast í samvinnu við aðra, efla sjálfstæði sitt og sjálfsþekkingu og finna hæfileikum sínum farveg.“ Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við hlutverka- og hreyfileiki: Að leika orð – Mynda- eða orðaspjöld Nemandi dregur spjald og leikur það sem er á myndinni eða orðið sem stendur á spjaldinu. Áhorfendur giska á hvaða orð er verið að leika. Nemendur rétta upp hönd ef þau telja sig vera með rétt svar. Sá sem giskar á rétt orð fær að gera næst. Athafnaspjöld, dýraspjöld og íþróttaspjöldin henta vel fyrir þennan leik. Með dýraspjöldum geta þau yngstu leikið dýrahljóðin. Ég hreyfi mig eins og ...? – Myndaspjöld Kennari dreifir myndum af dýrum á víð og dreif um gólfið og nefnir nafn á því dýri sem nemendur eiga að fara til. Þau eiga að komast þangað með því að hreyfa sig eins og dýrið gerir. Kennarinn nefnir slöngu og þá liðast þau eins og slöngur að myndinni. Kennarinn nefnir frosk og nemendur hoppa eins og froskar að myndinni. Kennarinn nefnir björn og nemendur þramma eins og björn að myndinni. Nemendur æfa sig í allskonar fleiri hreyfingum dýra eins og höfrungastökki, kengúruhoppi, krabbastöðu, froskahoppi, köngulóargangi o.s.frv. Önnur útfærsla æfir hljóðkerfisvitund: Kennari nefnir upphafsstaf dýrsins á þeirri mynd sem nemendur eiga að fara á t.d. „A“ og þá hreyfa nemendur sig eins og api og fara að myndinni af apa o.s.frv. Þessi útfærsla hentar börnum sem kunna stafina. Þriðja útfærsla æfir hlustun. Kennari dreifir myndum af dýrum um gólfið eða hengir á veggi. Spiluð eru tóndæmi af dýrahljóðum og nemendur hlusta og færa sig á milli eftir því hvaða hljóð þau heyra. Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 10 Einnig hægt að útfæra þetta með öðrum þemum, t.d. athöfnum eða hljóðfærum. Hljóðfæraleikur – Myndaspjöld Nemendur velja sér hljóðfæri. Kennarinn heldur uppi einu spjaldi með mynd af hljóðfæri og þá leika þeir nemendur sem völdu viðkomandi hljóðfæri að þau séu að spila á það. Að fela hlut – Myndaspjöld Felið mynd af kettinum Kúra (eða einhverju öðru) í skólastofunni. Þegar nemendur eru nálægt staðnum þar sem Kúri felur sig er þeim sagt að þau séu „heit“ en ef þau eru ekki nálægt er þeim sagt að þau séu „köld.“ Sá sem finnur Kúra segir hvar Kúri var (undir, uppi, fyrir ofan, fyrir neðan ...) og má fela næst. Að klappa eða stappa eftir atkvæðum – Orðaspjöld Orð er dregið og lesið upp. Nemendur endurtaka orðið í kór og klappa eða stappa orðin eftir atkvæðunum, t.d. ef orðið reiðhjól er dregið eru tvö klöpp: Reið (klapp) hjól (klapp). Hlutverkaleikur – Mynda- eða orðaspjöld Nemendum er skipt í hópa (3–5 í hóp). Hver hópur dregur 5 mynda- eða orðaspjöld og býr til stutt leikrit út frá orðunum. Hægt er að hafa sem skilyrði að hvert orð sé nefnt a.m.k. einu sinni í samtölum persóna leikritsins. Nemendur fá tíma til að æfa og finna leikmuni fyrir sýninguna og sýna síðan hinum hópunum leikritið. Ha? – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur sitja í hring og A dregur spil (dæmi: myndaspjald með mynd af potti) og segir við B sem situr vinstra megin: A: Þetta er pottur B: Ha? A: Pottur B: Ha? A: Pottur B: Ó, sagðirðu pottur? Að loknu samtalinu fær B spilið og A dregur nýtt spil. Bæði segja orðin sem eru á spilunum við þann sem situr á vinstri hönd, snúa sér síðan til hægri og segja Ha? Spilin ganga svo áfram til næstu aðila og ný spil bætast við. Hópurinn þarf að passa að tala í takt um leið og spilin færast á milli. Markmiðið er að halda taktinum jafnvel þótt þátttakendur þurfi að tala við báða sessunauta sína á sama tíma. Leikurinn þjálfar sveigjanleika í samtölum, einbeitingu og minni. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 11 4 | RITUNARÞJÁLFUN Í þeim aðferðum sem hér er lýst er áhersla lögð á að þjálfa ritun. Á leikskólastigi er formlegt lestrarnám ekki hafið en góð hljóðkerfisvitund er ein af megin forsendum þess að lestrarnám muni ganga vel. Engu að síður fer þar fram mikilvægur undirbúningur fyrir lestrar- og ritunarnám en í aðalnámskrá leikskóla kemur fram að þar beri að skapa aðstæður m.a. til „að þróa læsi í víðum skilningi; iðka margbreytilega tjáningu; kynnast tungumálinu og möguleikum þess; nýta ritað mál í leik og að börn öðlist skilning á því að líkamstjáning og tákn hafi merkingu“ (aðalnámskrá leikskóla, 2022). Í Hæfnirömmum í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla (2021) má m.a. finna viðmið um að þau sem hafa verið hér í 2 til 4 ár þekki flesta íslenska bókstafi og hljóð þeirra, séu áhugasöm um að vita merkingu ritaðs texta og sýni það með því að vera forvitin um bækur og sýna jákvæð viðbrögð við bókum og rituðum texta. Einnig að þau hafi náð góðri frásagnarhæfni og geti, með hjálp fullorðinna, sett á blað sín eigin skilaboð, sýni áhuga á því að skrifa sjálf og geri tilraunir til þess. Á forstigi í íslensku sem öðru tungumáli í aðalnámskrá grunnskóla, undir hæfnisviðinu Tjáning – Ritun, er gert ráð fyrir að nemendur geti afritað orð og setningar annars vegar og skrifað einföld orð og einfaldar setningar sem þau hafa lært hins vegar. Á 1. stigi í íslensku sem öðru tungumáli á sama hæfnisviði má finna viðmið um að nemendur geti skrifað stök orð og einfaldar setningar um sig sjálf. Einnig að þau geti skrifað orð og orðasambönd til að lýsa hversdagslegum hlutum (t.d. lit eða stærð) (aðalnámskrá grunnskóla, 2021). Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við ritun: Einföld ritun – Orðaspjöld Nemendur draga orð og skrifa eftir fyrirmynd. a. Þau sem eru að byrja að læra að skrifa geta dregið eitt eða fleiri orð, skrifað og e.t.v. teiknað mynd af orðinu. b. Þau sem eru komin lengra geta dregið orð og skrifað eina setningu með hverju orði. Mega myndskreyta ef þau vilja. c. Þau sem eru komin lengst draga orð og skrifa sögu eða ljóð út frá orðinu eða orðunum. Sjá dæmi um hvernig beita má stigskiptum stuðningi í ritunarkennslu: Læsisvefurinn – stigskiptur stuðningur Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 12 Einföld ritun – Myndaspjöld a. Nemandi dregur mynd/myndir og skrifar orðið/orðin. b. Nemandi dregur mynd eða myndir og skrifar setningu/setningar með orðinu/orðunum (yngsta stig og 2. stig). c. Nemandi dregur myndir og skrifar sögu út frá þeim. Orðabingó – Orðaspjöld Valið er eitt af þeim 9 þemum sem spjöldin bjóða upp á, t.d. FÖT (no) eða ATHAFNIR (so). Kennari varpar upp á vegg orðunum sem fylgja þemanu, sjá orðalista á bls. 31–49 og rifjar upp hvað þau þýða. Hægt er að velja færri orð en eru í þemanu, allt eftir getu nemendahópsins. 1. Nemendur fá verkefnablað, sjá orðabingó bls. 49 og skrifa 4, 6 eða 9 orð af þemaorðunum á bingóspjaldið, allt eftir getu hópsins. 2. Nemendur skrifa orðin á línurnar fyrir neðan og búa til málsgreinar með hverju orði. 3. Bingóið er spilað. Kennari eða nemandi dregur eitt og eitt orð úr þemabunkanum og les upphátt. Þegar nemendur eru með orð sem er dregið, rétta þau upp hönd, strika yfir orðið og lesa málsgreinina. Ef að þarf leiðrétta eitthvað í málsgreininni endurtekur kennarinn hana munnlega á réttan hátt. Þegar búið er að strika yfir öll orðin á spjaldinu er kallað „Bingó!“ Hægt er að aðlaga bingóið að nemendum á mismunandi hæfnistigi. Sum geta skrifað einfaldari málsgreinar eða jafnvel bara orðin á meðan önnur skrifa flóknari og lengri málsgreinar. Listasmiðja – Myndaspjöld Kennari tekur saman myndaspjöld yfir verkfæri og hráefni. Nemendur draga eina mynd og skrifa heiti verkfæris/hráefnis og hvað er gert við það. Dæmi: „Hamar: Við neglum með hamri.“ Einnig er hægt að útfæra þetta munnlega. Að skipta út einu orði – Orðaspjöld Kennari (eða nemandi) dregur eitt orð og skrifar setningu með orðinu á töfluna t.d. ef orðið kjötsúpa er dregið getur kennari/nemandi skrifað: Kjötsúpan er mjög góð. Nemendur búa til nýjar setningar með því að skipta út einu orði, koll af kolli, þ.e. síðasta breyting helst og einungis eitt orð breytist hverju sinni. Bæði er hægt að útfæra æfinguna skriflega og munnlega. Ef æfingin er munnleg er hægt er að hafa tímatöku á henni. Þá er nemendum skipt í hópa og hver hópur býr til eins margar setningar á tveimur mínútum og þau geta með því að skipta bara um eitt orð. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 13 Æfingin hentar sem hópverkefni, paraverkefni eða jafnvel einstaklingsverkefni sé um ritun að ræða. Útfæra má æfinguna á ýmsan hátt s.s. að hafa sem reglu að einungis megi vera 4 orð eða bara 5 orð, allt eftir aldri og getu nemenda. Dæmi: Kjötsúpan er mjög góð. Kjötsúpan var mjög góð. Tómatsúpan var mjög góð. Tómatsúpan var mjög heit. Tómatsúpan var rosalega heit. Að búa til sögu sem hópur – Orða- eða myndaspjöld Hvert og eitt barn dregur eitt orð eða mynd. Fyrsta barnið býr til upphaf á sögunni og þarf að nota orðið sem það dró. Næsta barn heldur áfram með söguna og notar orðið sitt og svona gengur það koll af kolli. Bæði er hægt að útfæra söguna skriflega og munnlega. Einnig er hægt að útfæra leikinn þannig að ákveðið er að ekki megi nota orð sem er dregið (eitt eða fleiri) og sett ákveðin viðurlög við því, t.d. að standa á öðrum fæti í X langan tíma. Dæmi: Sagan á að fjalla um leiktæki (nemandi dró orðið rennibraut) en það má ekki segja orðið beint heldur lýsa í kringum það. Setið er í hring og ef orðið er nefnt á nafn á viðkomandi að standa á öðrum fæti. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 2. stig 5 | SAMTALSLEIKIR Í samtalsleikjunum er fyrst og fremst hugmyndin að þjálfa tjáningu, þ.e. bæði samskipti og frásögn, og er það í samræmi við aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Samkvæmt aðalnámskrá leikskóla er leikur sú aðferð sem allt leikskólastarf kjarnast um. Þar kemur m.a. fram: „Í leik eflist hæfileiki barna til samskipta og málþroski þeirra eykst, þau tjá hugmyndir sínar, reynslu, tilfinningar og beita tungumáli á fjölbreyttan hátt.“ (aðalnámskrá leikskóla, 2022) Í Hæfnirömmum í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla (2021) kemur fram að „þátttaka í samtölum og samskiptum er nauðsynleg fyrir þróun talmáls sem er eitt af mikilvægustu markmiðum tungumálanáms á leikskólastigi.“ Í íslensku sem öðru tungumáli í aðalnámskrá grunnskóla (Tjáning – Talað mál, samskipti og frásögn) eru eftirfarandi hæfniviðmið: Nemandi: • getur, með stuðningi, tekið þátt í einföldum samræðum er varða hann sjálfan, sé talað hægt og skýrt, endurtekið og umorðað eftir þörfum. • getur kynnt sig, heilsað, kvatt og þakkað fyrir sig (forstig, 1. stig) • kann grunnorðaforða á 1. þrepi: getur nefnt orð yfir hluti, liti, fólk, daga, tölur og dýr og einfaldar setningar um daglegar athafnir í nánasta umhverfi, í skólanum, í frístundinni og heima (forstig, 1. stig)

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 14 • getur á einfaldan hátt tjáð hvað honum líkar/líkar ekki og sagt frá líðan sinni (forstig, 1. stig) • getur með takmörkuðum orðaforða lýst hlut eða mynd með því að hafa undirbúið sig fyrir fram (1. stig) Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við tjáningu: Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikur „Ég sá …“ – Myndaspjöld Nemendur sitja í hring. Í miðju hringsins eru myndaspjöld sem nemendur geta stuðst við til að muna orðin úr völdum kafla bókarinnar Orð eru ævintýri. Fyrsti nemandinn segir ,,Ég fór í skólann í gær og sá yddara …“, næsti nemandi segir svo: ,,Ég fór í skólann í gær og sá yddara og blýant.“ Hver nemandi segir það sem þau á undan töldu upp og bætir við einu orði. Fyrir yngri börn er gott að þau haldi myndunum uppi, þannig er auðveldara að muna orðarununa. Ágiskunarleikur – Myndaspjöld Kennari eða nemandi raðar myndum á borð. Kennarinn/nemandinn velur eina mynd í huganum. Nemendur giska á hvaða orð það er með því að spyrja já/nei spurninga. Sá sem getur upp á réttu orði fær að velja orð næst. Einnig er hægt að nota orðaspjöldin í sama tilgangi. Dýr – Myndaspjöld Kennari festir mynd af dýri á ennið á nemendum. Þau ganga um skólastofuna og reyna að finna út hvaða dýr þau eru með því að spyrja samnemendur sína já/nei spurninga án þess að nefna dýr. Til dæmis: Er ég með vængi? Er ég stór? Í lokin fer kennarinn yfir með nemendum hvaða dýr þau haldi að þau séu. Einnig er hægt að nota orðaspjöldin í sama tilgangi. Tjáningarleikur – Myndaspjöld Nemendur draga eitt dýraspjald í einu og lýsa dýrinu fyrir hinum nemendunum. Þau mega tala um stærð, lit, hljóð, hreyfingar, mat og bústað en ekki nefna heiti þeirra. Hvísluleikur – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur sitja í röð eða hring. A dregur mynd eða orð og hvíslar því að B sem situr á vinstri hönd, B hvíslar orðinu í eyra C o.s.frv. Síðasti í röðinni eða hringnum segir orðið upphátt. Hægt er að þyngja leikinn og gera hann meira skapandi með því að A býr til setningu með orðinu og hvíslar henni að B og svo koll af kolli.

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 15 Veiðimaður – Mynda- eða orðaspjöld 1. Veiðimaður með myndaspjöldum Tveir til fjórir nemendur spila. Valin eru um tuttugu myndapör úr einu eða fleiri þemum. Spilin eru sett í hrúgu á borð, dreift er úr þeim og myndir snúa niður. Þátttakendur draga þrjú spil hver. Markmiðið er að safna slögum (myndapörum) með því að spyrja sessunautinn hvort hann eigi eina af þeim myndum sem viðkomandi er með sjálfur. Dæmi: A er með mynd af sjónvarpi og segir við B: „Áttu sjónvarp?“ Ef B er með mynd af sjónvarpi svarar hann: „Já, gerðu svo vel!“, B afhendir A spilið sem geymir slaginn hjá sér og dregur nýtt spil. Næsti gerir. Ef B er ekki með mynd af sjónvarpi svarar hann: „Nei, veiddu!“ A dregur nýtt spil og næsti gerir. Ef A dregur það spil sem hann spurði um má A spyrja aftur, annars spyr B. Ef nemandi hefur ekkert spil á hendi er dregið eitt spil úr borði til að halda áfram. Sá sem er með flesta slagi þegar öll spilin eru búin er sigurvegari. 2. Veiðimaður með mynda- og orðaspjöldum Um er að ræða veiðimann þar sem notuð eru spilapör með orði annars vegar og myndum hins vegar, alls þrjú spjöld í einu spilapari. Að öðru leyti gilda sömu reglur og í veiðimanni með myndaspjöldum. Hægt er að velja hvaða þemu er unnið með eftir því hvaða orðaforða á að þjálfa. Veiðimaður er heppileg leið til að þjálfa þolfall í málfræðinni, dæmi: „Áttu hest?“, „Áttu kött?, „Áttu sokk?“, „Áttu peysu?“, og kurteisi í samskiptum, dæmi: „Gerðu svo vel“, „takk“. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 16 6 | FLOKKUNARLEIKIR Að flokka orð og myndir er góð þjálfun fyrir börn til að skilja yfirhugtök og undirhugtök. Það hjálpar til við minni og er undirstaða fyrir rökhugsun og að setja hluti í samhengi. Í leikskóla er lagður grundvöllur að frekara námi. Í aðalnámskrá leikskóla kemur fram að grunnþættir menntunar og námssvið leikskóla eigi m.a. „að vekja forvitni og hvetja til rannsókna og að spyrja spurninga.“ Einnig „að efla áhuga barna á námi og hvetja þau til að læra og auka þekkingu sína og hæfni“. Í Hæfnirömmum í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla (2021) er flokkun sérstaklega nefnd sem gagnlegur undirbúningur fyrir læsi. Flokkun reynir líka á samræðuhæfni og festir í minni orðaforða en á forstigi og 1. stigi í íslensku sem öðru tungumáli í aðalnámskrá grunnskóla er það mikilvægt hæfniviðmið að ná tökum á grunnorðaforðanum. Flokkunarþjálfun getur líka varpað ljósi á bakgrunnsþekkingu barns og hjálpað kennurum að greina hvar hæfni og þekking þess liggur. Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við flokkun: Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: 1. stig 2. stig Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Að lýsa mynd – Myndaspjöld Nemandi dregur spil og lýsir myndinni fyrir hópnum. Hópurinn hjálpast að við að bæta við frekari smáatriðum. Í samtalinu er hægt að tala um hvaða þema/flokki það sem er á myndinni tilheyrir (farartæki, eldhúsáhöld, föt …), hvernig það lítur út, hvort það gefi frá sér hljóð, hvernig það er viðkomu (hart, mjúkt …), hvaða hlutverki það gegnir, hvernig það er á litinn o.s.frv. Flokkum föt – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur flokka myndirnar/orðin af fötunum í undirflokka t.d. útiföt, inniföt, spariföt og íþróttaföt. Ræðið hvað er í hverjum flokki. Hægt væri að skoða hversu mörg orð eru í hverjum flokki og hvar flest orðin lenda. Eiga einhver orð heima í fleiri en einum flokki? Mögulegt væri að gera súlurit eða kökurit á veggspjald með nemendum í framhaldinu. Heimilið – Mynda- eða orðaspjöld Nemendur draga mynda- eða orðaspjöld og lýsa hvernig hluturinn á myndinni er notaður, t.d. „við notum hann til að sópa gólf“ (mynd af sóp). Getur verið samvinnu- eða ágiskunarleikur. Síðan eru spilin flokkuð eftir því hvort hluturinn er notaður úti eða inni eða bæði úti og inni. Því næst er talið hvar flest orðin lenda. Hægt er að útbúa súlurit sem sýnir fjöldann á veggspjaldi í framhaldinu. Hvað á saman? – Orðaspjöld Veljið orð úr nokkrum þemum og blandið saman í einn bunka. Nemendur raða spilunum í rétta flokka (t.d. húsdýr, erlend dýr, föt eða tölur, mynstur, form). Til að flækja málið mætti setja eitt eða tvö orð úr öðrum þemum með. Vekur umræður meðal nemenda um hvað á heima í hvaða flokki og þjálfar rökhugsun.

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 17 7 | MÁLFRÆÐILEIKIR Málfræði er hægt að þjálfa á ýmsan máta og mjög heppilegt að nýta orða- og myndaspjöld til þess. Í raun þjálfa margar aðferðirnar sem hér hefur verið lýst á undan málfræði. Það þarf alltaf grunnkunnáttu í henni til að setja saman setningar þótt kunnátta á hugtökum málfræðinnar sé ekki fyrir hendi. Á 1. stigi í íslensku sem öðru tungumáli, í aðalnámskrá grunnskóla, eru viðmið um að nemendur hafi öðlast grunnþekkingu í íslenskri málfræði og hún er tengd ritunarfærni. Það er þó líka hægt að þjálfa þessi atriði munnlega og ekki úr vegi að prófa þessar æfingar bæði með leikskólabörnum og nemendum á forstigi í íslensku sem öðru tungumáli. Bent skal á að best er að leiðrétta nemendur með því að endurtaka setningar „rétt“ en ekki dvelja of lengi við rangar beygingar. Ofuráhersla á leiðréttingar getur valdið því að nemendur forðist að tjá sig en frjáls tjáning þar sem ekki er einblínt á að tala „rétt mál“ er nauðsynleg í tungumálanámi. Hér eru dæmi um hvernig vinna má með mynda- og orðaspjöldin í tengslum við málfræði: Lýsingarorð eftir kynjum – Mynda- eða orðaspjöld (litir og föt) Nemendur draga saman litaspjöld og fataspjöld og segja lýsingarorðin í réttu kyni miðað við orðið sem var dregið. Dæmi: dregin eru orðin/myndirnar „rauður“ annars vegar og „pils“ hins vegar. Nemandi setur orðin saman og segir „rautt pils.“ Hægt að útfæra sem munnlega eða skriflega æfingu. Orð flokkuð eftir kynjum – Mynda- eða orðaspjöld Tilvalið verkefni þegar verið er að vinna með kyn nafnorða. Útbúið þrjá ramma eða hringi á stórt blað eða veggspjald. Nemendur hjálpast að við að flokka nafnorðaspjöld (myndir/orð/bæði) eftir kynjum (karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn) og setja þau á rammana eða í hringina. Síðan eru orðin skrifuð í mismunandi litum eftir kynjum inn í rammana. Leyfið nemendum að myndskreyta veggspjöldin og hengja upp í stofunni. Orð flokkuð eftir orðflokkum – Mynda- eða orðaspjöld Blandið saman athafnaspjöldum og orðum yfir hluti (nafnorð) í einn bunka. Nemendur vinna saman að því að flokka orðin í nafnorð og sagnorð. Þau rökstyðja flokkunina með stuðningi frá kennaranum. Nemendur reyna að búa til setningar með orðunum. Hægt að útfæra munnlega eða skriflega. Orð sett í fleirtölu – Mynda- eða orðaspjöld Töluspjald er dregið ásamt orða- eða myndaspjaldi af hlut (nafnorði). Nemandi segir töluna og nafnorðið í réttu kyni og tölu (ef um er að ræða tölu milli 1-4 þarf töluorðið að vera í sama kyni og nafnorðið). Einnig er hægt að nota tening, jafnvel fleiri en einn ef óskað er eftir að æfa háar tölur. Til að þyngja verkefnið væri hægt að bæta litaspjöldunum við. Hægt er að vinna þetta verkefni í pörum og útfæra það skriflega eða munnlega. Leikskóli Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 18 Beyging sagnorða – Mynda- eða orðaspjöld Sagnorðaspjöldin eru sett saman í bunka og töluspjöld frá 1–6 í annan bunka (líka hægt að nota tening). Tölurnar þýða eftirfarandi: 1 = ég, 2 = þú, 3 = hann, hún, hán, það, 4 = við, 5 = þið, 6 = þeir, þær, þau. Nemandi dregur töluspjald annars vegar og sagnorðaspjald hins vegar og á að búa til setningu með viðeigandi persónufornafni. Huga þarf að beygingu sagnanna með tilliti til persónufornafnsins. Nemendur ráða hvernig þau klára setninguna. Dæmi: Nemandi dregur töluna 2 og sagnorðið mála. 2 er tákn fyrir 2. persónu, þú, svo að setningin þarf að byrja á því orði. Nemandi segir: „Þú málar …“ og bætir við: „mynd.“ Hægt er að útfæra æfinguna skriflega eða munnlega. Grunnskóli | Yngsta stig Grunnskóli | ÍSAT: Forstig 1. stig 2. stig

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 19 Leiðbeiningar fyrir stóru myndaspjöldin Hér eru kynntar leiðir til að nýta stóru opnumyndirnar í bókinni Orð eru ævintýri. Til að auðvelda betur notkun þeirra er hver og ein opna á stórum spjöldum (A3) án orða/mynda sem eru á spássíum bókarinnar. Það getur reynst vel að hafa orðin ekki alltaf fyrir augunum þegar æfa á orðaforða og reyna þannig á minnið og ímyndunaraflið. Spjöldin bjóða upp á ótal leiðir til að vinna og leika með tungumálið. Hugmyndirnar koma úr ýmsum áttum en einnig fylgja bókinni hugmyndabankar sem nýta má með spjöldunum og þar eru leiðbeiningar um hverja opnumynd fyrir sig sem og örsögur sem nýta má sem kveikju að frekari vinnu með opnumyndina/spjöldin. Spjöldin eru hentug í vinnu með nemendum sem læra íslensku sem annað tungumál og einnig er hægt að nýta þau í starfi með leikskólabörnum og eldri nemendum eftir þörfum. Leiðunum er skipt í fjóra flokka og í hverjum flokki er vísað í aðalnámskrár leik- og grunnskóla eða fylgirit þeirra. Flokkarnir eru: 1. Orðaforðaþjálfun 2. Skapandi verkefni 3. Menningarlæsi og fjöltyngi Að nota myndir, leiki og spil er góð aðferð í samskiptamiðaðri tungumálakennslu og á að fléttast á eðlilegan hátt inn í námið. Þannig er best að kennarar velji þemun í takt við þau efnisatriði sem verið er að þjálfa hverju sinni samkvæmt námsáætlun.

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 20 1 | ORÐAFORÐAÞJÁLFUN Spjöldin bjóða upp á fjölbreytta orðaforðaþjálfun og er um að gera að nýta tækifærið þegar gefst að draga spjöldin fram. Tenging við aðalnámskrá leikskóla: „leggja þarf áherslu á að kenna börnunum orð sem eru í umhverfi þeirra og tilheyra daglegu starfi í leikskólanum en einnig orð sem koma fyrir í bókum. Fylgjast þarf vel með því að þau þrói með sér ríkulegan orðaforða jafnt og þétt, með góðum stuðningi og málörvun.“ (Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla, 2021) Tenging við aðalnámskrá grunnskóla, hæfniviðmið á forstigi og 1. stigi í ÍSAT: „Nemandi kann grunnorðaforða, orð á 1. þrepi: getur nefnt orð yfir hluti, liti, fólk, daga, tölur og dýr og einfaldar setningar um daglegar athafnir í nánasta umhverfi, í skólanum, frístundinni og heima.“ „Nemandi getur skrifað einföld orð og einfaldar setningar sem hann hefur lært.“ (forstig) „Nemandi getur skrifað orð og orðasambönd til að lýsa hversdagslegum hlutum (t.d. lit eða stærð).“ (1. stig). (Aðalnámskrá grunnskóla, 2021) Að skoða myndir og lýsa þeim Flestar myndirnar eru líflegar og margt að gerast á þeim. Þær henta vel til að leggja inn ný orð þegar unnið er með ákveðin viðfangsefni daglegs lífs en einnig til upprifjunar á orðaforða sem þegar hefur verið til umfjöllunar. Aftan á spjöldunum eru spurningar sem geta komið umræðum af stað. Gæta þarf að því að tala ekki of hratt, spyrja opinna spurninga og gefa tíma og tækifæri til að svara. • Hvað sérðu á myndinni? • Hvað er að gerast? • Hvaða fólk eða dýr sérðu á myndinni? • Hvar er Kúri? • Hvar gerist sagan? • Hvað heldur þú að hafi gerst á undan? • Hvað heldur þú að gerist næst? Lykilatriði er að hlusta, taka eftir því hvaða umræður skapast og dýpka síðan umræðuna með nánari útskýringum. Gott er að nota myndirnar með fámennum hópi nemenda þar sem öll hafa tækifæri til að skoða þær vel. Ef leggja á inn nýjan orðaforða er nauðsynlegt að kanna fyrst bakgrunnsþekkingu nemenda t.d. með því að benda á einstaka hluti á myndinni og biðja þau að nefna orðin sem þau þekkja áður en kennarinn segir orðin. Sama er gert þegar orðin eru rifjuð upp. Eftir því sem hæfni nemenda er meiri má gera meiri kröfur til þeirra um að mynda setningar og segja frá því sem gerist á myndinni. Ef þjálfa á hæfni í ritun, geta nemendur skrifað orðin á miða og sett á myndina eða á orðavegg. Líkt og fram kemur í hugmyndabanka með bókinni Orð eru ævintýri þá eru ummerki eftir köttinn Kúra á öllum opnum bókarinnar. Kúri er venjulegur heimilisköttur sem eltist við eitt og annað á opnumyndunum og kemur sér í ýmis vandræði. Það er því tilvalið að nota ævintýri Kúra sem kveikju að samtali á hverju spjaldi.

Orð eru ævintýri | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | 40753 21 Mikilvægt er að tala um þátíð, nútíð og framtíð með því að ræða saman um athafnir hans s.s.: • Hvað er hann að gera? • Af hverju? • Hvernig líður honum? • Hvað heldur þú að hafi gerst áður? • Hvað heldur þú að gerist seinna? Að safna orðum Nemendur geta farið í „keppni“ um hversu mörg orð á myndinni þau þekkja. Kennari stillir myndinni upp eða varpar af skjávarpa og hvert og eitt skrifar niður eins mörg orð og þau geta á blað hjá sér. Eftir ákveðinn tíma biður kennarinn nemendur að segja sér hvaða orð þau fundu og sá sem er með flestu orðin sigrar keppnina. Í framhaldi er hægt að fara aftur yfir myndina og kanna hvort einhver orð urðu eftir og nefna þau. Þau sem eru lengra komin gera setningar um myndina og þau sem skrifa flestar setningar „sigra“. Nemendur safna orðunum í glósubók eða í rafrænan orðabanka (t.d. Quizlet). Að flokka orðin Þegar nemendur hafa safnað orðum er hægt að vinna með flokkun þeirra á ýmsan hátt. Til dæmis flokka yfirhugtök og undirhugtök eins og: Föt: sokkar, peysa, buxur … Húsgögn: stóll, borð, kommóða … Ef hópurinn er tilbúinn til að vinna með málfræðihugtök mætti flokka orðin sem eru á myndunum í orðflokka eins og nafnorð, sagnorð og lýsingarorð. Svo má nota ímyndunaraflið og flokka eftir einhverju öðru eins og litum (allt sem er gult, grænt …), stærð (allt sem er lítið, stórt, jafn stórt …), lögun (allt sem er kringlótt, þríhyrnt …) og áferð (hart, mjúkt …). Í þessu samhengi er líka hægt að þjálfa talningu t.d. að nemendur telji hversu margir gulir hlutir eru á myndinni, hversu mörg húsgögn o.s.frv. Í framhaldinu er hægt að vinna að gerð súlurita eða línurita. Minnisleikur Nemendur sitja í hring og eitt spjald er sett í miðjuna. Kennari semur upphaf á setningu sem fyrsti nemandinn lýkur með því að bæta við orði sem sést á myndinni, næsti endurtekur og bætir við öðru orði og svo koll af kolli. Dæmi spjald nr. 22: „Í sveitinni“. Kennari segir: „Ég fór í sveitina og sá …“ Nemandi 1: „Ég fór í sveitina og sá hest …“ Nemandi 2: „Ég fór í sveitina og sá hest og grís …“ Næsti nemandi tekur við og endurtekur það sem nemandi 2 sagði og bætir við nýju orði sem hann sér á spjaldinu. Svona gengur það koll af kolli allan hringinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=