Verkefni til að þjálfa hljóðkerfisvitund –
Litlu landnemarnir

Markmið með verkefnunum er að þjálfa hljóðkerfisvitund nemenda samhliða kennslu í lestri og stafsetningu.

Þau eru einkum ætluð nemendum með mikla lestrarerfiðleika (dyslexíu) og nemendum sem eru seinir að ná tökum á lestri. Verkefnin nýtast einnig mörgum nemendum með annað móðurmál en íslensku.

Verkefnin má nota með nemendum á ólíkum aldri, allt frá átta ára og fram á unglingsár. Það fer að sjálfsögðu eftir áhuga nemenda og getu.

Námsefninu, þ.e. sögubókinni og verkefnunum, er skipt niður á u.þ.b. 30 kennslustundir og hugsað sem tímabundið námskeið, 3-5 kennslustundir á viku.

Annars vegar er um að ræða verkefni sem kennarinn fer fyrst í munnlega með nemendum, hins vegar eru verkefni sem nemendur leysa sjálfir skriflega. Skriflegu verkefnin byggjast á munnlegu verkefnunum.

Verkefni til að þjálfa hljóðkerfisvitund - pdf-skjal

Kennaraefni
Nemendaefni