lotasma.gif (3564 bytes)

Zr 40
Sirkonín

Sirkonín er 18. algengasta frumefni jarðskorpunnar. Efnið er notað við stálframleiðslu, postulínsgerð og inn í lofttæmitæki til að fjarlægja allar leifar af gastegundum sem þar gætu verið fyrir hendi. Efnið hefur einnig verið notað til að húða að innan kjarnaofna, vegna þess að nifteindir hafa engin áhrif á það. Það hefur líka tengst eldflaugaiðnaðinum.
Fróðleiksmoli:
Mannseyrað greinir hljóðbylgjur á tíðnisviðinu 20 til 20.000 hertz.
Atómmassinn er 91,224
Eðlismassinn er 6,511 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Kr ] 4d2 5s2
Suðumarkið er 4682 K
Bræðslumarkið er 2128 K
Uppgötvað af Martin Heinrich Klaproth í Þýskalandi árið 1789. Myndar súr og basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið