lotasma.gif (3564 bytes)

Yb 70
Ytterbín

Efnið var uppgötvað af Marignac árið 1878 með því að einangra það úr hópi annarra sjaldgæfra efna. Seinna var frumefnið skilið í tvennt og eru það nú frumefnin ytterbín og lútetín. Efnið er frekar stöðugt en leysist þó í vatni og losar úr því vetni. Ytterbín finnst í ýmsum sjaldgæfum bergtegundum. Efnið kemur fyrir í allnokkrum málmblöndum, er notað í rafeindafræði og í segulmögnuð efni. Það er 44. algengasta efnið.
Fróðleiksmoli:
Þegar einhver efni ganga mjög hratt í samband við súrefni verður sprenging.
Atómmassinn er 173,04
Eðlismassinn er 6,57 g /cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f14 6s2
Suðumarkið er 1469 K
Bræðslumarkið er 1097 K
Uppgötvað af Jean de Marignac í Sviss árið 1878. Myndar basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið