lotasma.gif (3564 bytes)

Tm 69
Túlín

Frumefnið túlín er unnið með því að fjarlægja það úr oxíði sínu (Tm2O3) og er það þá mjúkur, teygjanlegur málmur. Helstu not fyrir efnið eru í ferðaröntgentæki, þar sem það er notað vegna geislavirkni sinnar. 170Tm er með 128,6 daga helmingunartíma og gefur þá frá sér röntgengeisla.
Fróðleiksmoli:
Pósitróna er jákvætt hlaðin rafeind. Myndast stundum í kjarnabreytingum.
Atómmassinn er 168,9342
Eðlismassinn er 9,321 g /cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f13 6s2
Suðumarkið er 2223 K
Bræðslumarkið er 1818 K
Uppgötvað af Per Theodore Cleve í Svíþjóð árið 1879. Myndar basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið