lotasma.gif (3564 bytes)

Sn 50
Tin

Tin hefur verið notað í aldaraðir. Það tærist lítið og ryðgar ekki. Það hefur verið notað til ýmissa verka, svo sem til að húða niðursuðudósir sem eru úr stáli en með örþunnri tinhúð utan á. Brons er búið til úr tini og kopar. Lóðvír er úr tini og blýi. Blanda af tini og títani hefur verið mikið notuð í ýmiss konar loftför, en líka sem uppistaða í skordýraeitur.
Fróðleiksmoli:
Hamskiptavarmi er orka sem efni bindur eða losar við ástandsbreytingu.
Atómmassinn er 118,710
Eðlismassinn er 7,31 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Kr ] 4d10 5s2 5p2
Suðumarkið er 2875 K
Bræðslumarkið er 505,08 K
Tin hefur verið þekkt frá ómunatíð. Myndar súr og basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið