lotasma.gif (3564 bytes)

Se 34
Selen

Sjaldgæfur málmleysingi sem notaður er í hálfleiðara og ljósnema. Það er einnig notað í afriðla sem breyta riðstraum í rakstraum. Grátt selen leiðir betur rafmagn í ljósi en í myrkri. Rautt selen-efnasamband er notað til að gefa gleri og postulíni skarlatsrauðan lit. Selensúlfíð er notað í lyf gegn flösu, unglingabólum, exemi og öðrum húðsjúkdómum. Natrínselenat er notað sem skordýraeitur.
Fróðleiksmoli:
Ljós er mismunandi orkuríkt.  Blátt ljós er t.d. orkuríkara en rautt ljós.
Atómmassinn er 78,96
Eðlismassinn er 4,819 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Ar ] 3d10 4s2 4p4
Suðumarkið er 958 K
Bræðslumarkið er 494 K
Uppgötvað af Jacob Berzelius í Svíþjóð árið 1817. Myndar mjög súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið