lotasma.gif (3564 bytes)

Sb 51
Antímon

Efnið var líklega uppgötvað um 1450 af þýska gullgerðarmanninum Basil Valentine. Antímon líkist málmum í mörgum af sínum eiginleikum en í öðrum líkist það málmleysingjunum. Það er hart og stökkt í föstu formi sínu. Líkt og vatn þenst efnið út við storknun. Efnasambönd antímons eru notuð við lyfjagerð, í eldspýtur, gúmmílím, við flugeldagerð og sem litarefni við gler- og postulínsframleiðslu.
Fróðleiksmoli:
Bóluhylki er tæki sem notað er til að rekja slóðir hlaðinna öreinda.
Atómmassinn er 121,757
Eðlismassinn er 6,697 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Kr ] 4d10 5s2 5p3
Suðumarkið er 1860 K
Bræðslumarkið er 903,78 K
Antímon hefur verið þekkt frá ómunatíð. Myndar súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið