lotasma.gif (3564 bytes)

S 16
Brennisteinn

Efni þetta er algengt á eldsumbrotasvæðum. Það finnst á hreinu formi í náttúrunni og er einn fárra málmleysingja sem þannig finnast. Brennisteinn er notaður m.a. í eldspýtur, skordýraeitur, gúmmílím, byssupúður o.fl. Óþægilega lykt sem stundum finnst á hverasvæðum má rekja til brennisteinssambanda. Þau eru mikið notuð í svokölluð súlfalyf og einnig sem áburður á húð. Efnið er líka notað með öðrum efnum sem sveppaeitur.
Fróðleiksmoli:
Nánast því allur vökvi sem finnst í náttúrunni er annaðhvort vatn eða olía.
Atómmassinn er 32,066
Eðlismassinn er 2,96 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Ne ] 3s2 3p4
Suðumarkið er 717,87 K
Bræðslumarkið er 388,36 K
Brennisteinn hefur verið þekktur frá ómunatíð. Myndar mjög súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið