![]() |
Re
75 |
Sjaldgæft silfurhvítt frumefni. Þetta var eitt af þeim efnum sem Mendelejev hafði spáð fyrir um og kallaði dvi-mangan. Renín er mjög harður málmur og með næsthæsta bræðslumark frumefnanna. Það er 79. algengasta frumefnið í jarðskorpunni. Efnið er notað í snertispennunema, glóþræði, leifturljósaperur og í tæki til logsuðu. Það er einnig notað sem efnahvati fyrir rannsóknastofur. |
| Fróðleiksmoli: Saltpéturssýra HNO3 er sterk sýra notuð m.a. í sprengiefni og plastiðnað. |
Atómmassinn er 186,207 | |
| Eðlismassinn er 21,02 g/cm3 | ||
| Fast efni við staðalaðstæður. | ||
| Rafeindahýsing [ Xe ] 4f14 5d5 6s2 |
Suðumarkið er 5869 K | |
| Bræðslumarkið er 3459 K | ||
| Uppgötvað af
Walter K. Noddack og Ida E. T. Noddack í Þýskalandi 1925. |
Myndar súr oxíð. | |
| Til baka á lotukerfið. |