lotasma.gif (3564 bytes)

Rb 37
Rúbidín

Rúbidín er mjúkur málmur og mjög virkur afoxari. Ef efnið kemst í tæri við andrúmsloftið, þá brennur það og myndar rúbidínoxíð. Það hvarfast einnig mjög heiftarlega við vatn. Það er 23. algengasta frumefni jarðskorpunnar. Rúbidín hefur verið notað nokkuð í rafmagnshátækni, svo sem í ljósaskynjara.
Fróðleiksmoli:
Bylgjulengd er lengd milli tveggja bylgjutoppa, í öfugu hlutfalli við tíðnina.
Atómmassinn er 85,4678
Eðlismassinn er 1,532 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Kr ] 5s1
Suðumarkið er 961 K
Bræðslumarkið er 312,46 K
Uppgötvað af Robert Bunsen og Gustav Kirchhoff í Þýskalandi 1861. Myndar mjög basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið