Ra
88 |
Efnið er geislavirkur jarðalkalímálmur með svipaða eiginleika og barín. Það finnst í úrangrýti þar sem 1 frumeind þess er á móti 3 milljónum úran-frumeinda. Efnið myndast við klofnun úrans. 226Ra klofnar niður og sendir frá sér alfaagnir. Þá myndast lofttegundin radon. Geislun frá radíni hefur ill áhrif á lifandi frumur en þó er hún notuð til lækninga gegn krabbameini. | |
Fróðleiksmoli: Þungt vatn er myndað úr súrefni og tvívetni. Það er notað í kjarnaofna. |
Atómmassinn er 226,0254 | |
Eðlismassinn er 5,0 g/cm3 | ||
Fast efni við staðalaðstæður | ||
Rafeindahýsing [ Rn ] 7s2 |
Suðumarkið er 2010 K | |
Bræðslumarkið er 973 K | ||
Uppgötvað af Marie og Pierre Curie í Frakklandi árið 1898. | Myndar mjög basísk oxíð | |
Til baka á lotukerfið |