lotasma.gif (3564 bytes)

Pr 59
Praseódým

Í upphafi var talið að praseódým og neódým væri frumefnið didýmíum en Welsbach tókst að skilja þau í sundur árið 1885. Efnið tærist auðveldlega í röku lofti. Það er 37. í röð efna í jarðskorpunni. Það er notað, ásamt öðrum sjaldgæfum jarðmálmum í efnablöndur með magnesín en einnig í kveikjarasteina og sem „súrefnisæta“ í lofttæmitæki. Efnið hefur gagnast vel í gleraugu fyrir suðu- og glergerðarmenn.
Fróðleiksmoli:
Hitaorkukvarðinn Kelvin er kvarðaður út frá alkuli.
0 K = –273,15 °C.
Atómmassinn er 140,9077
Eðlismassinn 6,64 g /cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f3 6s2
Suðumarkið er 3563 K
Bræðslumarkið er 1208 K
Uppgötvað af Carl F. Auer von Welsbach í Austurríki árið 1885. Myndar mjög basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið