lotasma.gif (3564 bytes)

Pd 46
Palladín

Efnið er mjúkur, sveigjanlegur málmur, mjög tæringarþolinn. Efnið finnst í hreinu málmgrýti sínu og einnig í málmgrýti sem byggt er upp af nikkel. Palladín er mikið notað við framleiðslu tækja til samskipta, í skartgripi, í spegla í sjóntækjum, við tannlækningar og í ósegulmagnaða gorma og fjaðrir fyrir úrsmíði. Þegar palladín er blandað gulli þá nefnist sú blanda hvítagull.
Fróðleiksmoli:
Þales, sem var uppi um 600 f. Kr., rannsakaði raf og uppgötvaði þá stöðurafmagnið.
Atómmassinn er 106,42
Eðlismassinn er 12,023 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Kr ] 4d10
Suðumarkið er 3236 K
Bræðslumarkið er 1828 K
Uppgötvað af William Hyde Wollaston í Englandi árið 1803. Myndar mjög basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið