lotasma.gif (3564 bytes)

Nd 60
Neódým

Þetta efni er „tvíburi“ praseódýms. Það myndar sölt sem eru rósrauð eða vínrauð á litinn. Oxíð efnisins hefur verið notað í glerið á litsjónvarpsskjám til að auka skerpu myndarinnar og eins í leysitæki. Í blöndu með gleri veldur neódým því að útfjólubláir geislar sólarinnar komast í gegnum það en innrauðir geislar ekki.
Fróðleiksmoli:
Útfjólubláir geislar hafa styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós.
Atómmassinn er 144,24
Eðlismassinn er 6,8 g /cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f4 6s2
Suðumarkið er 3373 K
Bræðslumarkið er 1297 K
Uppgötvað af Carl F. Auer von Welsbach í Austurríki árið 1885. Myndar mjög basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið