lotasma.gif (3564 bytes)

N 7
Nitur

Nitur hefur mjög ranglega í gegn um tíðina verið kallað „köfnunarefni“. Menn kafna ekki af því að anda þessu efni að sér, enda er um 78 % andrúmsloftsins hreint nitur. Eitt þekktasta efnasamband niturs er hláturgas (N2O) sem notað hefur verið til svæfinga. Ammoníak er myndað úr nitri og vetni (NH3) Frumefnið nitur er mikið notað, ásamt ýmsum öðrum efnum við framleiðslu áburðar.
Fróðleiksmoli:
Veikur kraftur er einn þriggja krafta sem verka milli öreindanna.
Atómmassinn er 14,0067
Eðlismassinn er 1,251 g/l
Gas við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
1s2 2s2 2p3
Suðumarkið er 77,36 K
Bræðslumarkið er 63,05 K
Uppgötvað af Daniel Rutherford í Skotlandi árið 1772. Myndar mjög súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið