lotasma.gif (3564 bytes)

Mo 42
Mólýbden

Mólýbden finnst ekki hreint í náttúrunni, heldur í málmgrýti. Efnið er notað í melmi stáls, sem gerir það mjög sterkt og þolið gegn háum hita og þrýstingi. Efnið nýtist því vel í byggingariðnaði,
í flugvélasmíði,
í málmskurðartæki og til að framleiða sterka bílahluti. Mólýbdensúlfíð er notað í smurningu, sérstaklega þar sem hitaálag er mikið.

Fróðleiksmoli:
Gleypni er sá eiginleiki efna að drekka í sig önnur efni, t.d. hjá svampi.

Atómmassinn er 95,95
Eðlismassinn er 10,28 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Kr ] 4d5 5s1
Suðumarkið er 4912 K
Bræðslumarkið er 2896 K
Uppgötvað af Carl William Scheele í Svíþjóð árið 1781. Myndar mjög súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið