lotasma.gif (3564 bytes)

Mn 25
Mangan

Mangan líkist járni að mörgu leyti en er þó mun mýkri málmur. Efnið er notað í stálblöndur, málningu og er mikilvægt í beinum til þess að auka sveigjanleika þeirra og hörku. Án mangans yrðu beinin stökk og brothætt.
Efnasambandið kalínpermanganat er mikið notað sem oxari.
Fróðleiksmoli:
Við öll efnahvörf græðist orka eða losnar.  Hvörfin eru inn- eða útvermin.
Atómmassinn er 54,9380
Eðlismassinn er 7,47 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Ar ] 3d5 4s2
Suðumarkið er 2234 K
Bræðslumarkið er 1519 K
Uppgötvað af Johann Gahn í Svíþjóð árið 1774. Myndar mjög súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið